Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 34

Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 34
32 ■ÚRVAL það að vera meðan konan snuðr- aði í kringum það og tíndi alls- kyns jurtir og grös, sem hún gerði af seyði með miklum sær- ingum. Þetta seyði átti barnið að drekka, og þegar þetta hafði verið endurtekið nokkrum sinn- um, fór barninu að batna. Eitt var nauðsynlegt til að lækning- in bæri árangur: hún varð að fara fram á sólbjörtum sumar- dögum. Við vitum nú, að það sem fyrst og fremst læknaði börnin, var ekki seyðið heldur sólskinið. Beinkröm stafar af skorti á D-vítamíni, sem er nauð- synlegt til þess að beinmyndunin verði eðlileg. I húðinni getur hinsvegar myndazt D-vítamín fyrir áhrif sólarljóssins. Svo lítur út sem mennirnir hafi af eðlisávísun ratað á víta- mínauðugar fæðutegundir löngu áður en nokkuð var kunnugt um gildi vítamína. Meðal fiski- manna í norðlægum löndum, þar sem veturnir eru langir og dimmir, var það gamalt ráð að gefa þeim, sem fengu í sig slen eða vesöld, soðna þorskalifur og einnig seyðið af lifrinni. Þetta tíðkaðist löngu áður en kunn- ugt var um hið mikla vítamín- innihald lifrarinnar. Meðal heimskautafara var það talið gott ráð til að koma í veg fyrir skyrbjúg, sem stafar af C-vítamínskorti, að drekka þvag sitt. Það C-vítamín, sem líkam- inn nýtir ekki, skilst út með þvaginu, og með því að drekka það, tryggðu heimskautafararn- ir sér ýtrustu nýtingu C-víta- mínsins. Sígilt dæmi um raunveruiegt læknisgildi gamalla húsráða er að finna í frásögn frá Dan- mörku frá því snemma á 19. öld. Hún segir frá manni, sem hét Kjeld Berg. Hann var tal- inn fjölkunnugur; hann bjó til ástardrykki og særði fram anda og almenningur hafði mikla trú á hæfileikum hans. Einkum tókst honum vel að lækna ungar stúlkur af jómfrúgulu eða blóð- leysi. Hann gaf stúlkunum lyf, sem var gert af ,,9 rúgkjörnum, 9 kúmenkjörnum, 9 rúgstráum, 9 fingulstráum, 9 blómknöpp- um af malurt, 9 saltkornum, 9 álúnskornum og 3 nellikum.“ Allt þetta átti að steyta saman og setja út í brennivín, og síð- an átti að grafa það í jörðu i einn sólarhring. Sjúklingurinn átti að súpa á lyfinu svo snemma á fimmtudagsmorgni, að hann gæti sofnað aftur áður en sólin kæmi upp. Því næst átti hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.