Úrval - 01.08.1949, Side 34
32
■ÚRVAL
það að vera meðan konan snuðr-
aði í kringum það og tíndi alls-
kyns jurtir og grös, sem hún
gerði af seyði með miklum sær-
ingum. Þetta seyði átti barnið
að drekka, og þegar þetta hafði
verið endurtekið nokkrum sinn-
um, fór barninu að batna. Eitt
var nauðsynlegt til að lækning-
in bæri árangur: hún varð að
fara fram á sólbjörtum sumar-
dögum. Við vitum nú, að það
sem fyrst og fremst læknaði
börnin, var ekki seyðið heldur
sólskinið. Beinkröm stafar af
skorti á D-vítamíni, sem er nauð-
synlegt til þess að beinmyndunin
verði eðlileg. I húðinni getur
hinsvegar myndazt D-vítamín
fyrir áhrif sólarljóssins.
Svo lítur út sem mennirnir
hafi af eðlisávísun ratað á víta-
mínauðugar fæðutegundir löngu
áður en nokkuð var kunnugt um
gildi vítamína. Meðal fiski-
manna í norðlægum löndum, þar
sem veturnir eru langir og
dimmir, var það gamalt ráð að
gefa þeim, sem fengu í sig slen
eða vesöld, soðna þorskalifur og
einnig seyðið af lifrinni. Þetta
tíðkaðist löngu áður en kunn-
ugt var um hið mikla vítamín-
innihald lifrarinnar.
Meðal heimskautafara var það
talið gott ráð til að koma í veg
fyrir skyrbjúg, sem stafar af
C-vítamínskorti, að drekka þvag
sitt. Það C-vítamín, sem líkam-
inn nýtir ekki, skilst út með
þvaginu, og með því að drekka
það, tryggðu heimskautafararn-
ir sér ýtrustu nýtingu C-víta-
mínsins.
Sígilt dæmi um raunveruiegt
læknisgildi gamalla húsráða er
að finna í frásögn frá Dan-
mörku frá því snemma á 19.
öld. Hún segir frá manni, sem
hét Kjeld Berg. Hann var tal-
inn fjölkunnugur; hann bjó til
ástardrykki og særði fram anda
og almenningur hafði mikla trú
á hæfileikum hans. Einkum
tókst honum vel að lækna ungar
stúlkur af jómfrúgulu eða blóð-
leysi. Hann gaf stúlkunum lyf,
sem var gert af ,,9 rúgkjörnum,
9 kúmenkjörnum, 9 rúgstráum,
9 fingulstráum, 9 blómknöpp-
um af malurt, 9 saltkornum, 9
álúnskornum og 3 nellikum.“
Allt þetta átti að steyta saman
og setja út í brennivín, og síð-
an átti að grafa það í jörðu i
einn sólarhring. Sjúklingurinn
átti að súpa á lyfinu svo snemma
á fimmtudagsmorgni, að hann
gæti sofnað aftur áður en sólin
kæmi upp. Því næst átti hann