Úrval - 01.08.1949, Síða 41
MAÐURINN, SEM VARÐ KONA
^9
ofraun, sem honum 1 á sýnilega
mjög á hjarta að tala um. Mér
datt í hug, að hann ætlaði að
skilja við Gerðu, sem að vissu
leyti var rétt, en þó ekki í venju-
legum skilningi.
Eftir að ég fór frá París
hafði hann þjáðst af óbærileg-
um kvölum. Hann hafði farið
frá einum lækninum til annars,
en árangurinn varð sá einn, að
samansparað fé þeirra, sem
fengið var með sölu á myndum
Gerðu, þvarr óðum. Þegar hann
var að því kominn að gefa upp
alla von, hafði þýzk vinkona
hans, Rotschild barónsfrú, bent
honum á frægan kvenlæknir,
Warnerkros prófessor, yfirlækni
Frauenklinik í Dresden. Pró-
fessorinn úrskurðaði, að hann
þyrfti að láta skera sig upp
strax.
Án nokkurrar leikrænnar til-
g'erðar sagði Einar Wegener:
,,Ég er dæmdur til dauða. Spurn-
ingin er aðeins sú, hvort hin
veran sem í mér býr getur lifað
áfram eftir að hún hefur verið
leyst úr þeim álagaham, sem á
henni hefur hvílt. Plató og
ýmsir aðrir heimspekingar hafa
oft skrifað um menn sem höfðu
tilfinningalíf á mörkum hins
kvenlega og karlmannlega. Ég
er ekki þannig. f líkama mínum
búa tvær skírt aðgreindar ver-
ur, sem eru fjandsamlegar hvor
annarri, þó að þær hafi einnig
samúð hvor með annarri, af
því að þær vita, að þessi líkami
getur aðeins rúmað aðra þeirra.
Það er líklega af því að ég er
listamaður, að ég get greint
þessar verur svona vel í sundur,
og ég held, að ef skurðaðgerðin
gengur vel, muni ég öðlast ein-
stæða lífsreynslu. Ég hef lifað
og skynjað sem karlmaður, og
ef til vill á ég nú eftir að lifa
og skynja sem kvenmaður. Var
ekki einhver rómverskur keisari,
sem framdi sjálfsmorð af því að
hann gat ekki öðlazt þá reynslu,
sem bíður mín nú?‘
Eftir minniháttar skurðað-
gerð í Berlín, hjá einum starfs-
bróður prófessorsins, átti þess-
ari undarlegu ferð frá einu kyn-
inu til annars að Ijúka í Dres-
den. Og Einar sýndi mér fallega
pelsinn og öll kvenfötin, sem
Gerða hafði látið hann fá með
frá París, með sömu hreykni og
gleði og lítil stúlka sýnir nýju
brúðufötin sín.
Raunar var það ekki Einar
Wegener, heldur frú Lilly, sem
lá á sjúkrahúsinu, og hún spurði
mig strax, hvort ég gæti heyrt,