Úrval - 01.08.1949, Síða 43
MAÐURINN, SEM VARÐ KONA
41
breyta sér, hið innra jafnt sem
í utliti, til samræmis við þær
myndir, sem hún hafði setið fyr-
ir. En tímans tönn hafði ekki
látið hana ósnerta, og myndirn-
ar sögðu ósatt.
Allt sem hún hafði reynt,
hafði, eins og við var að búast,
haft miður góð áhrif á dóm-
greind hennar, en ég hafði þó
ekki búizt við eins mikilli breyt-
ingu og raun var á. Lilly var
barnaleg, tepruleg, hugsunar-
iaus, glysgjörn og skemmtana-
fýkin, og hún vildi vera þannig.
Hún áleit, að það tilheyrði lífi
sínu sem ung stúlka, að vera
sem allra órökvísust, duttlunga-
fyllst og áhyggjulausust.
Reynslu sína úr lífi Einars We-
geners vildi hún ekki notfæra
sér, en þurrkaði hana með ráðn-
um hug úr vitund sinni. Jafn-
framt, og í samræmi við þá ó-
rökvísi sem hún hafði tileinkað
sér, var hugur hennar mjög upp-
tekinn af breytingunni. Hún
taldi sig hafa öðlazt mikla sál-
arauðlegð og eindæma reynslu
um bæði kynin, og að hún væri
þessvegna merkilegri en annað
fólk.
Við vinir hennar höfðum mikla
meðaumkun með henni, þó að
við leyndum því auðvitað fyrir
henni. Ekkert mundi hafa sært
hana meira — að minnsta kosti
stundum. Ef til vill hefur endur-
minningin um Einar gert okkur
helzti gagnrýna á Lilly. Mái
þetta var brátt á allra vörum
í Kaupmannahöfn. Eins og allt-
af brugðust menn við því hver
eftir sínu eðli. ,,Góðmennin“
aumkuðu þessa vesalings óláns-
manneskju, „illmennin“ gerðu
sér dátt við og höfðu gaman
af þessari teprulegu „miðaldra
stelpu“, sem hélt hún væri svo
skemmtilega sérstæð.
Fyrir Gerðu, sem hafði verið
Einari tryggur og fórnfús fé-
lagi, var þetta margþætt og flók-
ið vandamál. Henni fannst sem
hún hefði misst tryggan og góð-
an vin og starfsfélaga, sem hún
hafði átt samf ylgd með f rá æsku,
og vinkonan sem hún fékk nú í
staðinn, var oft ákaflega þreyt-
andi og heimtufrek. í sambandi
við skilnaðinn voru ýms grát-
brosleg vandamál. Umsókn til
konungsins leysti að lokum hjú-
skaparböndin og öll vandamál
í sambandi við skilnaðinn. Tveim
árum síðar giftist Gerða flota-
málafulltrúa við ítölsku sendi-
sveitina og fluttist til Tunis.
Eftir skilnaðinn hitti ég Lilly
sjaldan og gleymdi henni að
G