Úrval - 01.08.1949, Side 47
FRÁ TÉKKÓSLÓVAKlU
45
hin nýja stjórn hefur um margt
komið mönnum á óvart og sett
ímyndunarafl unga fólksins og
margra miðaldra manna á hreyf-
ingu. Margir ungir menn úr
millistétt og verkalýðsstétt
segja: „Það er auðvitað erfitt
fyrir foreldra okkar, þeir geta
aldrei vanizt hinu nýja. En við
unga fólkið vitum, að við getum
ekki haldið áfram á sömu braut
og þeir.“ Unga fólkinu finnst
nú, að það geti gert annað og
betra en að standa bak við disk
í búð foreldra sinna. Jafnvel
sendisveitarmaður frá Vestur-
Evrópu, sem viðstaddur var
vetrarleikjahátíð stúdenta í
Spindlerov Meyn, sagði við mig:
„Það verð ég að segja að betur
lýst mér á þetta æskufólk en
þá glysgjörnu uppskafninga
sem hér voru áður.“ Margt
verzlunarfólk hefur þjóðnýtt
verzlanir sínar af frjálsum vilja
og starfar áfram sem stjórn-
endur fyrri verzlana sinna.
Og hvað skal segja um þá
sjón, sem ég sá aldrei þau sjö
ár sem ég var í Moskva — f jóra
menn í sama járnbrautarvagni
sem voru að lesa bækur eftir
Lenin? Einfaldasta skýringin er
auðvitað þessi: „Veslingarnir,
þetta torf verða þeir að lesa,
atvinna margra er undir því
komin að þeir þekki rit Lenins
og marxismann.11 Því að stjórn-
in er mjög ströng í þessu efni.
Allir embættismenn ríkisins,
jafnvel í lágum stöðum, verða
að þekkja hinn heimspekilega,
hugmyndafræðilega og pólitíska
grundvöll hinnar nýju Tékkó-
slóvakíu. Allir verða að þekkja
Lenin, hvort sem þeirrar þekk-
ingar er aflað með rökræðum
um leninismann fimm tíma tvis-
var í viku (eins og stúdentar,
blaðamenn o. fl. eru skyldaðir
til), eða með því að þekja hálfa
búðargluggana með stórum
myndum af Lenin á ártíð hans
og prenta frímerki með mynd af
honum og orðunum „Lenin —
Ceskoslovensko". En með þessu
er ekki allt sagt. Tékkar eru
iðin og starfsöm þjóð. Mörgu
æskufólki úr millistétt og verk-
lýðsstétt er það metnaðarmál að
kunna skil á kenningum marxis-
mans. Það þykir orðið fínt að
geta gert grein fyrir þekkingu
sinni á marxisma, leninisma og
auðvitað stalinisma. Fólk les
miklu meira en í Moskva, og
hinar stóru almenningsútgáfur
koma að miklum notum. I
Moskva er stöðugt skortur á
bókum, en bækur um marxism-