Úrval - 01.08.1949, Page 51
FRÁ TÉKKÓSLÓVAKÍU
49
umferð. Þessar verzlanir eru
eftirmynd samskonar verzlana,
sem störfuðu í Sovétríkjunum
á árunum 1944—47, eða þangað
til skömmtunin var afnumin.
1 samanburði við þessa
ströngu stéttarréttvís.i er tekið
mjög mjúkum höndum á bænd-
unum. Það sem Gottwald hefur
sagt um samyrkjubúskapinn, er
enn vægara en það, sem Minc
sagði um samyrkjubúskapinn í
Póllandi. Landbúnaðurinn er
ekkert höfuðvandamál, og með
fjölgun dráttarvéla mun sam-
yrkjubúskapurinn aukast sjálf-
krafa. Það er ekki búizt við
neinum erfiðleikum úr þeirri átt.
Að ytra útliti er Prag næst-
um óbreytt frá því fyrir „febrú-
arbyltinguna“. Það er sama
millistéttin, sem mest ber á á
götum borgarinnar, og næstum
ailir verkamenn eru jafnvel
klæddir og millistéttarfólkið. Og
ríkisstjórnin virðir hina hefð-
bundnu (segja má borgaralegu)
ósk manna um að eiga sjálfir
hin snotru híbýli sín.
1 Slóvakíu einni verða byggð
fleiri hús samkvæmt fimm ára
áætluninni en í Moskva. Stjórn-
in virðir líka annan þjóðlegan
sið: tilraun hefur verið gerð
til að tileinka Gottwald lands-
föðurlega eiginleika, og hefur
hún borið nokkurn árangur;
hann er talinn beinn arftaki
Masaryks og Benesar. Það er
skrifað og talað um hann á miklu
persónulegri hátt en tíðkast um
valdamenn í Rússlandi. Við vit-
um hvar og hvernig hann lifir,
að honum þykir ákaflega * vænt
um litla barnabarnið sitt, og
skemmtilegar sögur ganga um
konuna hans — „feitu Mörtu“
— eins og hún er kölluð. Þó að
hann sé strangur, moskvalærð-
ur bolséviki, má oft sjá mynd-
ir af honum í blöðunum, þar sem
hann er að samþykkja náðun-
arbeiðnir og breyta dómum. Og
flokkurinn hvetur blöðin til að
innprenta fólkinu, að Gottwald
sé miklu góðviljaðri og betri við-
skiptis en aðrir leiðtogar kom-
múnista.
,,Af hverju viltu ekki giftast mér?“ spurði hann. „í>að er
enginn annar, er það?“
„Ó, Edgar," sagði hún og andvarpaði, „segðu þetta ekki, það
væri óbærileg tilhugsun!" — Evening News.
7