Úrval - 01.08.1949, Side 57
ENDURREISNARÁÆTLANIR
55
Bandaríkjaþing sem átti að
veita lánin.
Síðan hefur hjálparstarfsem-
in komizt vel í gang, og vanda-
málin eru nú litin raunsærri
augum. Paul Hoffman, hinn
ameríski stjórnandi ERP (End-
urreisnaráætlunar Evrópu) hef-
ur ekki hvað sízt unnið mikið
og gott starf í því efni.
Áramótaskýrslan um fram-
kvæmd og framtíð Marshall-
áætlunarinnar, eða öllu heldur
áætlananna, er því einnig raun-
særri og ekki alltof bjartsýn.
Framleiðsla Evrópulandanna er
komin vel í gang og matvæla-
ástandið hefur drjúgum batnað.
En alltof mikið af þessu er
enn að þakka amerískri hjálp,
sem á að hætta 1952. Eftir það
vona höfundar skýrslunnar að
liægt verði að viðhalda lífskjör-
um, sem verði 5—10% betri en
1948 — ef ýmsum tilteknum
skilyrðum verður fullnægt.
En á því eru óneitanlega ýms-
ir erfiðleikar. 1 fyrsta lagi má
hlutfallið á milli verðlags land-
búnaðarvara og iðnaðarvara
ekki breytast verulega. 1 öðru
lagi verður Vestur-Evrópa þeg-
ar þar að kemur að geta fengið
talsvert mikið af matvælum og
fóðurvörum frá Austur-Evrópu.
Þegar dollarahjálpin hættir,
hlýtur innflutningur frá doll-
arasvæðinu á slíkum vörum að
stórminnka. Sterlingsvæðið ut-
an Evrópu getur ekki látið af
hendi sem neinu nemur umfram
það sem nú er. Asíulöndin munu
sennilega láta af hendi minna,
og frá Suður-Ameríku er þeg-
ar reiknað með hámarksfram-
lagi. Þriðja mikilvæga skilyrð-
ið til þess að halda viðunandi
lífskjömm eftir 1952 er, að
vinnuafköstin í flestum löndum
Evrópu aukist, annað hvort
með fjölgun verkamanna eða
aukinni afkastagetu verksmiðja.
Ónotað vinnuafl er aðeins fyrir
hendi í ítalíu, öll önnur lönd
verða að endurbæta iðntækni
sína. En jafnframt krefjast
Marshalláætlanirnar mikillar
sparsemi og varkárni í f járfest-
ingu. Til að leysa þetta vanda-
mál mun hið opinbera í flestum
löndum þurfa að blanda sér
meira en hingað til í fjárfest-
ingarmál einstaklinga og gera
nákvæmar áætlanir um heild-
araukningu framleiðslunnar.
Paul Hoffman hefur í þessu
sambandi mælt nokkur alvöru-
orð til amerískra iðjuhölda. 1
ræðu sem hann hélt nýlega í
verzlunarráði Philadelphia