Úrval - 01.08.1949, Side 60
58
tJRVAL
hófsömu lífi, án óþarfa munað-
ar og skemmtana, en vonast
jafnframt eftir að geta selt hver
annarri sem allra mest af synd-
samlegum munaðarvarningi,
ferðamannaþjónustu o. s. frv.
í Frakklandi vinnur sjötti hver
landbúnaðarverkamaður að vín-
yrkju, en frönsk vín og konjak
fá með mestu tregðu örlítinn
skerf á innflutningslista Eng-
lendinga. Sama máli gegnir um
önnur lönd, þó að þau hafi aldr-
ei verið eins góðir viðskiptavin-
ir og Englendingar.
Svipað er ástatt um ferða-
mannaþjónustuna. 1947 höfðu
Frakkar 10 miljón dollara tekj-
ur af ferðamönnum, en 1952
áætla þeir sér 330 miljónir
dollara! Englendingar höfðu 80
miljónir dollara 1947, 140 milj-
ónir 1948 og áætla sér 260 milj-
ónir 1952. Jafnframt eru ferða-
lög Englendinga til útlanda tak-
mörkuð eins og unnt er. Frakk-
ar hafa aldrei ferðast mikið.
Svíar hafa lagt bann við
skemmtiferðum til Sviss og ítal-
íu. Marshalllöndin vilja sem
sagt öll selja ferðamannaþjón-
ustu, en banna sínum eigin þegn-
um að ferðast!
Öll endurreisnaráform Mar-
shalláætlunarinnar eru háð þró-
uninni í útflutningi Vestur-Evr-
ópulandanna. Einnig þar eru erf-
iðleikar sem ekki bera vott um
nákvæman undirbúning áætlan-
anna. Marshalllöndin eiga t. d.
að hjálpa hvert öðru, sem er
mjög skynsamlegt. I reyndinni
er þetta þannig, að t. d. England
verður að nota 40% af Mar-
shallhjálp sinni í afhendingar tii
annarra Marshalllanda, þannig
að Frakkland fær t. d. útflutn-
ingsvörur frá Englandi fyrir
sömu upphæð og skuld þess
nemur við England. En þessa
innbyrðis Marshallhjálp verð-
ur að draga frá heildarútflutn-
ingsmagni því sem Bretum er
ætlað, og kemur þetta m. a.
þungt niður á útflutningi Breta
til Suður-Ameríku. Afleiðingin
er sú, að Bandaríkin taka mark-
aðinn þar frá Bretum í æ ríkara
mæli. Og munu Suður-Ameríku-
ríkin snúa sér aftur til Englands
eftir 1952?
I byrjun ársins 1948 sendu
Bandaríkin Braper-nefndina tiJI
Japan. Draper hershöfðingi,
fyrrverandi Wallstreetmaður,
hefur einnig mikinn áhuga á
uppbyggingu Þýzkalands.
Nefndin mælti með miklum
amerískum fjárfestingum, eink-
um í japanska vefnaðariðnað-