Úrval - 01.08.1949, Side 65
I STUTTU MÁLI
63
keypt var af Sovétstjórninni
1933, og nú er í handritasafni
British Museum.
I handritasafninu er um 60
þús. handrit og 100 þús. skjöl
og bókfell. Mörg handritin eru
fágætir dýrgripir, sem ekki
verða metnir til fjár.
— Cavalcade.
Munduð þér vilja giftast
manninum yðar aftur?
Fyrir fjórum árum varð E.
G. Ross, prófessor í sálarfræði,
áheyrandi að niðurlagi samtals
tveggja ungra, laglegra kvenna
í biðstofu sinni. Þær voru að
tala um hjónabandsáhyggjur
sínar, og eftir nokkra umhugs-
un sagði önnur: „Mér þætti
gaman að vita, hvort meira en
tíunda hver kona mundi vilja
giftast manninum sínum aftur,
ef hún ætti þess kost að velja.“
Þessi orð konunnar urðu til-
efni víðtækustu rannsókna, sem
gerðar hafa verið á hjónabands-
hamingjunni.
„Munduð þér vilja giftast
manninum yðar aftur?“ Þessa
spurningu lagði Ross prófessor
fyrir amerískar konur í öllum
aldursflokkum og launaflokkum,
og læknar og sálfræðingar í
Kanada, Bretlandi, Ástralíu,
Nýja Sjálandi og ellefu löndum
á meginlandi Evrópu, lögðu
sömu spurninguna fyrir konur
í sínum löndum.
Ross prófessor hefur nú unn-
ið úr þeim skýrslum, sem hann
hefur safnað um þetta á undan-
förnum fjórum árum. Hann hef-
ur komizt að þeirri niðurstöðu,
að af hverjum fimm giftum kon-
um hafa þrjár sagzt vilja gift-
ast mönnum sínum aftur, ef þær
ættu frjálst val.
Alls voru 30108 konur spurð-
ar. Af þeim svöruðu 17811: „Ég
mundi áreiðanlega giftast mann-
inum mínum aftur.“ 4919 svör-
uðu: „Ég mundi sennilega gift-
ast honum aftur — en er þó
ekki viss.“ 4802 sögðu: „Ég
mundu ekki giftast honum aft-
ur, ef ég ætti frjálst val.“ Þær
2576 sem eftir voru sögðu: „Ég
veit það ekki.“
Aðrar niðurstöður Ross voru
þær að ekki skipti miklu máli um
þjóðerni, hlutfallstölurnar voru
nokkurn veginn þær sömu í öll-
um löndunum, þó voru óham-
ingjusöm hjónabönd tiltölulega
fæst í þeim löndum, sem hafa
frjálslega skilnaðarlöggjöf.
Tekjur eða aldur virðast ekki
hafa nein áhrif til eða frá, aft-
ur á móti voru tiltölulega fleiri