Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 67
1 STUTTU MÁLI
65
Brekkið bnrt, magasárið!
Á undanförnum fimmtíu ár-
um hafa læknar notað álíka
margar mismunandi læknisað-
ferðir við magasárssjúklinga
sína. Róttækustu aðferðirnar
hafa krafizt spítalavistar með
ströngu mataræði, sýrueyðandi
og róandi lyfjum. Spítalavistin
tekur að jafnaði 5—6 vikur.
En undanfarin tíu ár hefur
dr. Garnett Cheney við lækna-
skólann í Stanford í Bandaríkj-
unum verið að gera athuganir á
svokölluðu U-vítamíni í sam-
bandi við magasár. Efnafræði-
legir eiginleikar U-vítamíns eru
enn ókunnir að öðru leyti en því,
að það er skylt C-vítamíni. Dr.
Cheney uppgötvaði, að þetta
efni er í ýmsum grænmetisteg-
undum, nýmjólk, hrárri eggja-
rauðu og sumum tegundum fitu
úr dýra- og jurtaríkinu. En það
var ekki fyrr en hann gerði til-
raunir með hvítkálssafa, að
hann fékk fulla vissu fyrir lækn-
ingamætti U-vítamíns gagnvart
magasári.
Við tilraunir, sem stóðu yfir
í fimm mánuði, gaf hann 13
sjúklingum einn lítra af hvít-
kálfssafa á dag, og var hann
pressaður úr hráu, nýju hvít-
káli. Til þess að auka gildi til-
raunanna lét hann sjúklingana
hafa nokkurn veginn eðlilegt
mataræði. Þeim var leyft að
reykja, en áfengi og rjómaís var
bannað.
Til þess að fyrirbyggja, að
sjúklingarnir fengju U-vítamín
úr öðrum mat en hvítkálssafan-
um, var allur maturinn soðinn.
Dr. Cheney hafði uppgötvað, að
hiti eyðileggur U-vítamín í
mjólk, eggjum og nýju græn-
meti.
Árangurinn af þessum til-
raunum dr. Cheney var í fyllsta
máta jákvæður — þó að dr.
Cheney, að hætti gætinna vís-
indamanna, vari við bjartsýni
áður en frekari tilraunir og í
stærri stíl hafi verið gerðar. En
sjúklingarnir voru ánægðir með
árangurinn — þeir höfðu allir
fengið fullan bata. Þeir sem
höfðu sár í skeifugörn, fengu
bata á 10,4 dögum að meðal-
tali, en þeir sem höfðu sár í
maga, fengu bata á 7,4 dögum
að meðaltali, en það er fimm
sinnum skemmri tími en almennt
gerist á spítölum.
Óþægindi af völdum þessarar
miklu drykkju varð ekki vart,
nema að því leyti, að f jórir sjúk-
lingar kvörtuðu undan „dálitl-
um ónotum í maganum og treg-