Úrval - 01.08.1949, Síða 74
72
ÚRVAL
herforingjaráðs Eisenhowers
hljótið þér að hafa komizt í
kynni við marga Rússa; ef
til vill hafið þér jafnvel eign-
ast vini meðal þeirra. Höfðuð
þér mörg tækifæri til að hitta
þá eftir að þér komuð til
Moskva ?
Smith: Nei, næstum aldrei að
heitið geti.
Lawrence: Hittuð þér alls eng-
an þeirra?
Smith: Ég heimsótti til dæmis
Zhukov marskálk eftir að ég
kom til Moskva. Zhukov mar-
skálkur tók á móti mér í her-
málaráðuneytinu í návist ann-
ars hershöfðingja, og við átt-
um stuttar, óformlegar og
þýðingarlitlar samræður.
Laivrence: En hinn náni kunn-
ingskapur frá því í Berlín var
horfinn?
Smith: Alveg horfinn.
Childs: Hvað álítið þér um hin
svonefndu friðarþing í New
York og París? Haldið þér að
þau njóti styrks frá Moskva?
Og ef svo er, hver er þá til-
gangurinn ?
Smith: Ég veit ekki hvort þau
njóta nokkurs styrks frá
Moskva. Ég efast um það.
En þau njóta stuðnings frá
Moskva, því að eins og all-
ur framvarðafélagsskapur
stuðla þau að því að blekkja
góðgjarnt fólk.
Childs: Þér álítið að Rússar
myndu vilja blekkja fólk
hér til þess að við drægjum
úr vígbúnaðaráformum okk-
ar og öðrum viðbúnaði ?
Smith: Já, ég er viss um það.
Spivak: Álítið þér að við höfum
gert alvarlegar skissur í við-
skiptum okkar við Rússa?
Smith: Já, í upphafi, að ég
hygg. En mér finnst það
fyllilega afsakanlegt. Okkur
sást alveg yfir kommúnis-
mann og kommúnistiskan
hugsunarhátt.
Childs: Svo við snúum okkur
að fortíðinni. Álítið þér að
hersveitir okkar hefðu getað
hernumið Berlín og Prag?
Smith: Ég er nokkurn vegínn
viss um það. En við ákváðum
að hernema ekki Berlín, af
því að Berlín hafði þá ekki
pólitískt gildi fyrir okkur; og
af því að við höfðum annað að
gera, en það var að loka und-
anhaldsleiðum þýzka hersins
til síðasta vígis síns í bæ-
heimsku Ölpunum.
Warner: Mér þykir fyrir því,
Smith hershöfðingi, en tími
okkar er búinn.