Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 77
LÆKNIRINN SEM SÖGUHETJA
75
undarlegum spurningum. Það
vekur aðeins hjá henni kvíða
og óró. Það sem máli skiptir
er að læra að geðjast þeim, geta
sér til hvaða svör þeir vilja fá
við spurningum sínum, leika á
þá með því að þegja yfir hin-
um raunverulegu hugsunum sín-
um og tilfinningum.
Loks rennur upp sá dagur
þegar hún kveður þessa miklu
stofnun létt um hjartaræturnar
en beisk í lund. Kynni hennar af
geðsjúkdómalæknunum voru
heldur ekki góð.
Og svo skulum við að lokum
líta á bækur norsku skáldkon-
unnar Amalie Skram, Professor
Hieronimus og Paa Sct. Jörgen.
í gegnum öll verk Amelie
Skram gengur krafan um sann-
leikann ekki aðeins sem rauð-
ur þráður, heldur sem brenn-
heit mótmæli gegn öllu sem
dylja vill hinn illa og harða
veruleika. Einnig í lýsingum
hennar af kynnum sínum af
geðsjúkdómalæknum og geð-
veikrahælum logar og neistar
hugur hennar af andmælum
gegn órétti, yfirgangi og skiln-
ingsleysi. Af frjálsum vilja
gengst aðalpersóna hennar,
málarinn frú Else Kant, undir
geðsjúkdómalækningu á geð-
veikrahæli. Hún, sem þjáist af
svefnleysi, er lögð á órólega
deild, þar sem allar hugsanir
um svefn eru fjarstæða. Hún,
sem ásótt er af ótta og ofsjón-
um, er látin meðal vitfirringa
sem fylla hana slíkri skelfingu,
að heldur við þeirri sturlun, sem
hún var einmitt að reyna að
flýja. Og ef hún er ekki stillt og
auðmjúk, verður meðferðin að-
eins verri. Einnig hér er tauga-
læknirinn drembilátur og harð-
ur sem stál.
I öllum þessum bókum er
hann í raun og veru hinn sami,
með nokkrum tilbrigðum eftii’
tíma og umhverfi, en yfirleitt
er hann harður, kaldur og skiln-
ingslaus. Hann er sérlega naskur
á að setja hrjúfan fingur á
allra viðkvæmustu bletti geðlífs-
ins. Hann skortir algerlega hæfi-
leikann til að setja sig í spor
sjúklingsins.
Auk þessa er ýmislegt fleira
sameiginlegt með þessum bók-
um, sem fróðlegt er að athuga.
Þær eru allar skrifaðar af kon-
um, söguhetjurnar eru konur
og listamenn, en taugalæknarnir
allir karlmenn. Það gæti raunar
gefið ástæðu til ýmissa hugleið-
inga, en er ekki eins og finna
megi í þeim eitthvað af hinni