Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 78
76
Ctrval
eilífu ákæra konunnar gegn
karlmánninum: hann skilur mig
aldrei! Og hin eilífa óánægja
listamannsins: okkur skilur eng-
inn!
Og þetta. skilningsatriði er
líklega einmitt þungamiðjan.
Menn fara til taugalæknis fyrst
og fremst til þess að leita skiln-
ings. En að hve miklu Ieyti geta
mennirnir raunverulega skilið
hvern annan?
Hinn lærði, rólyndi tauga-
læknir skilur sjálfsagt sjúkling
sinn, greinir sjúkdómseinkennin
og flokkar þau samkvæmt fræði-
kerfi sínu. Auk þess sýnir hann
honum kannski eins mikla hlýju,
velvild og skilning og unnt er
mannlegum mætti. En hversu
oft situr þó ekki í sjúklingnum
þessi tilf inning: guð minn góður,
hvað veit hann raunverulega um
innstu hugarhræringar mínar,
ótta og skelfingu ? Hin fræðilega
innsýn í sjúkdómssögu er að-
eins dauft riss af þeim veruleika
sem líf einstaklingsins er.
Veikindi á geðsmunum vekja
oft hjá sjúklingnum kennd auð-
mýkingar og niðrunar, sem eyk-
ur á tortryggni hans og var-
kárni. Öllu, sem stuðlar að því
að vekja þessa kennd, veitir hann
nána athygli. Læstar dyr sjúkra-
hússins, frelsishömlur, já, jafn-
vel hinn minnsti hæðnisvottur
í rödd eða svipbrigðum, geta
vakið óvilja og hatur í huga,
sem kannski beið þess eins að
verða skilinn, en sló í stað þess
á falska nótu. Og áður en varir
er vítahringferðin hafin, skref
fyrir skref fjarlægjast læknir-
inn og sjúklingurinn hvorn anu-
an, í stað þess að nálgast. Og
þá er taugalæknirinn í sann-
leika komjnn á ákærubekkinn;
af miskunnarlausri tortryggni
er hann veginn og metinn, orð
hans og athafnir, svipur hans
og framkoma, limaburður og
göngulag, já, jafnvel skiptingin
í hárinu og liturinn á slifsinu
— allt er honum lagt til lasts,
þessum drembilega, harðbrjósta
manni!
Erfiðleikar og vandamál geð-
lífsins eru svo mikilvæg, að með-
ferð þeirra er beinlínis hættuleg.
Hún getur þegar minnst varir
leyst ofsaleg tilfinningaöfl úr
læðingi og framkallað heiftar-
leg tilfinningaandsvör. Oft er
það, að hinn sálsjúki þarf ein-
mitt á slíkri útrás tilfinning-
anna að halda, til þess að geta
öðlast rétt mat á þeim.
Alargir fá hjálp, þegar þeir
leita hennar. Þeir hverfa á