Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 80
78
ÚRVAL
mönnum, enda skiptir það ekki
máli, því að svefnsýki í mönn-
um er orðin viðráðanlegur sjúk-
dómur. En í dýrum eru tsetse-
flugusjúkdómar svo skæðir, að
þeir útiloka með öllu kvikfjár-
rækt á stórum landsvæðum í
Afríku.
Á svæðinu milli 15. gráðu
norður breiddar og 15. gráðu
suður breiddar hefur tsetse-
flugan stöðugt verið að færa
út áhrifasvæði sitt. Þarna eru
nálega allar Evrópunýlendurnar
í Afríku: nýlendur Breta,
Frakka, Belga og Portúgala,
auk Abyssíníu og Líberíu. Ef
frá er talin Norður-Líbería, er
öll Vestur-Afríka ofurseld flug-
unni, svo að þar þrífst að heita
má enginn kvikfénaður.
Nú verður þessi framsókn
tsetseflugunnar stöðvuð, svo er
lyfi, sem framleitt er í mörg
þúsund mílna fjarlægð, í rann-
sóknarstofum í Manchester á
Englandi, fyrir að þakka, og
rniljónir ferkm. af landi verður
opnað til nautgriparæktar, sem
fara mun langt fram úr kvik-
fjárrækt Argentínumanna. Því
að þetta svæði er f jórum sinnum
stærra en Argentína og getur
framfleytt miklu meira en þeim
33 miljónum nautgripa og 25
miljónum sauðfjár, sem nú lifa
á sléttum Suður-Ameríku.
Uppfinning antrycide var
gerð í beinu framhaldi af upp-
finningu malaríulyfsins pal-
udrine, sem var stórmerk upp-
finning, knúin fram af brýnni
nauðsyn á stríðsárunum, þegar
skortur varð á kínín og hinum
þýzku gerfilyfum, sem koma
áttu í stað kíníns. Paludrine er
ekkert skylt þeim gervilyfum,
enda miklu áhrifameira.
Antrycide var fyrst reynt á
músum, sem sýktar höfðu ver-
ið af tsetseflugusjúkdómum,
og reyndist strax ágætlega.
Næst lá fyrir að reyna það á
nautgripum, en á því voru mikl-
ir erfiðleikar, því að engum ó-
brjáluðum manni datt í hug að
sýkja nautgripi á Englandi af
tsetseflugusjúkdómum af ótta
við að þeir breiddust út.
Vísindamennirnir urðu því að
flytja tilraunir sínar yfir á
pestarsvæðin í Afríku. Þeir
nutu aðstoðar dýralækninga-
deildar Nýlendustjórnarinnar,
sem útvegaði þeim bæði sýkta
og heilbrigða nautgripi. Hinir
sjúku voru læknaðir og hinir
heilbrigðir gerðir ónæmir með
lyfinu.
Með antrycide er hægt að