Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 83
ER OFVÖXTUR HLAUPINN 1 AMERlSKU BÍLANA ?
81
hefur verið, að þær væru líkari
því að vera framleiddar í Holly-
wood en Detroit.
Þetta hefur komið amerískum
bílaframleiðendum algerlega á
óvart. Á undanförnum 20 árum
hefur svar þeirra við öllum að-
finnslum verið: „Við framleið-
um þá bíla sem kaupendurnir
vilja fá. Þegar allt kemur til
alls, eru það kaupendurnir, sem
ráða gerð bílanna.“
Það væri kannski of mikil
keskni að taka þessi orð bók-
staflega, því að öllu athuguðu
er bygging bíls mjög flókið tek-
niskt viðfangsefni, sem hættu-
legt mundi að trúa óreyndum
fyrir. Það sem við er átt, er
auðvitað, að viðskiptavinunum
eru oft sendar fyrirspurnir til
að heyra álit þeirra á nýjum
gerðum, sem ef til vill er síð-
an tekið að einhverju leyti til
greina. En slík skoðanakönnun
hlýtur að hafa takmarkað gildi.
Kaupandinn getur raunverulega
ekki vitað, hvers hann óskar sér,
fyrr en hann hefur reynt allar
hugsanlegar gerðir. Ef til er al-
menningsálit á bílum í Ameríku,
hlýtur það að byggjast á mati
þeirra tegunda, sem til eru í
Ameríku. Og þær gerðir sem
á undanförnum 20 árum hafa
streymt út úr bílaverksmiðjun-
um í Detroit í tugmiljónatali,
hafa að útliti og gerð bent fram
til þeirrar bílgerðar, sem ráð-
andi hefur verið eftir stríðið.
Og hvað segja svo bílanot-
endurnir um þessar eftirstríðs-
gerðir? Bílarnir hafa stöðugt
verið að lengjast, og því erfiðara
að stýra þeim og koma fyrir á
bílastæðum. Af því að sætin
hafa stöðugt verið að breikka,
er hinum víða belg miklu hætt-
ara við árekstri og við það
hækkar viðgerðarkostnaður, og
er jafnvel svo komið, að vátrygg-
ingarfélögin neita að tryggja
nýjustu gerðirnar.
Flestir nýjustu bílarnir kom-
ast alls ekki inn í bílskúra frá
því fyrir stríð. Þeir eru svo lág-
ir, að næstum ógerlegt er að
aka þeim á ósléttum vegum eða
í snjó. 1 snjóavetrinum mikla
í fyrra reyndust þeir jafngagns-
lausir og strandað skip. Með
hverju árinu sem líður þrá menn
meira hinn gamla „model T“,
sem aka mátti í fjalllendi og
skógum, og sem „maður gat
verið viss um að komast í þang-
að sem maður ætlaði sér og heim
aftur“.
Sparneytni? „Borgið örlítið
meira fyrir bílinn og sparið við-