Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 87
ER OFVÖXTUR HL.AUPXNN I AMERÍSKU BlLANA?
85
bíleigandinn vilji, að bíllinn sé
einskonar tákn um vald hans.
Imynd valdsins í bílnum er arf-
urinn frá fyrstu dögum bílsins,
þegar hreyfillinn var fyrirferð-
armikill: en það er gríðarstórt
hreyfilshús, sem skyggir að
hálfu leyti á útsýni bílstjórans.
Raunverulega er þetta stóra
hreyfilshús gagnslaust — beztu
hreyflarnir sem framleiddir eru
nú, getur hæglega verið ofaná
aftari hjólásnum, þar sem þeir
taka lítið sem ekkert pláss.
Margir bílabyggjendur myndu
kjósa að koma hreyflinum þar
fyrir, því að það hefur marga
kosti: öll bygging bílsins verð-
ur einfaldari, hann losnar við
við þyngslin af þeim tilfæringum
sem þarf til að flytja driforkuna
til afturhjólanna, vatnskæling-
in verður óþörf, því að hreyfil
á þessum stað er hægt að loft-
kæla. Auk þess gefur þyngd
hreyfilsins afturhjólunum auk-
inn togkraft.
Ýmiskonar hjátrú í sam-
bandi við stærð bílsins er einn-
ig til. Lengi vel álitu menn, að
þungur vagn með langt á milli
hjólanna væri stöðugri í akstri,
en bílabyggjendurnr hafa lengi
vitað, að það er gott jafnvægi
en ekki þyngdin, sem ræður
því hvort bíllinn „liggur vel“
á veginum eða ekki. Einnig á-
litu menn, að stór og þungur
bíll þyldi betur árekstra en lítill
og léttur bíll. Þetta væri rétt,
ef stóri bíllinn væri brynvarinn.
En það þarf ekki mikla þel^k-
ingu á eðlisfræði til að sjá, að
ef tveir bílar, sem til samans
vega fjórar smálestir rekast á
með 150 km hraða, verður skað-
inn miklu meiri, heldur en ef
bílarnir hefðu verið helmingi eða
fjórum sinnum léttari.
Ameríski bílaiðnaðurinn á í
vændum mikla erfiðleika, því að
þróunin fer í öfuga átt. Lítum
á nokkrar staðreyndir. Buick er
orðinn 5,5 metrar á lengd, hinn
nýji Cadillac verður 5,8 metrar.
Á bílastæði eða götu taka þess-
ir risabílar 9 fermetra pláss —
og er þá ekki tekið tillit til þess
aukarúms sem þarf vegna þess
hve þeir eru svifaþungir. Stærð-
in á einnig mjög mikinn þátt í
vaxandi lömun umferðarinnar í
borgunum. Umferðatafirnar
myndu að mestu hverfa, ef bíl-
arnir væru helmingi minni, eins
og t. d. ensku Austinbílarnir,
helmingi fleiri bílar gætu þá
ekið í einu á sama akfleti.
Og bílar á stærð við Austin
hafa fleiri kosti. Það fer helm-