Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 98

Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 98
96 ÚRVAL rit til hennar til samþykkis. Sama gera leikhúsin. Ég spurði reyndan, hlutlaus- an stjórnmálamann hvernig Per- ón hefði komizt í þá aðstöðu, að kvenmaður, sem verið hafði vinkona hans, og síðan ráðgjafi og eiginkona, væri nú allt í einu orðinn hættulegasti keppinautur hans. Hann sagði: „Perón fór að eins og margir eiginmenn, hann fékk konunni sinni fyrst eitt og annað til að gera, af því að hann var of önnum kafinn til að geta sinnt henni sem skyldi. Þegar hann uppgötvaði, að því meira sem hún fékk, því meira viidi hún, var það um seinan.“ Perónhjónin eru að mörgu leyti lík; bæði eru opinská, glys- gjörn, full sjálfsöryggis, óhemju metorðagjörn og mjög afbrýði- söm. En að öðru leyti eru þau algerar andstæður. Hún fram- kvæmir undirbúningslaust, hann undirbýr sérhvert mál út í æs- ar, og skrifaði áður bækur um hernaðarlist. Hún gleymir aldr- ei því sem gert er á hluta henn- ar, eins og auðmannastétt Ar- gentínu og fyrrum keppinautar hennar, leikkonurnar Libertad Lamaque og Nini Marshall, sem nú eru bannfærðar í Buenos Air- es, þekkja af reynslu. Perón er reiðubúinn að semja frið og taka fyrrverandi óvini í lið með sér. Evíta hefur meiri starfsorku en maður hennar. Hún er rúm- lega þrítug, en hann fimmtíu og þriggja. Þegar ég sá hann fyrst 1942, var hann tíu árum yngri að útliti en árum. Þegar ég sá hann fyrir nokkrum mán- uðum, var hann þreytulegur. í baráttunni um völdin hafa þau leitað hvort um sig stuðn- ings sem víðast. Til þess að fylgjast með Perón, hefur Evíta komið bróður sínum, Juan, í á- hrifastöðu í nánasta starfsliði Peróns. Elzta systir hennar, El- ísa, er næstum alls ráðandi í flokki Peróns í Junin héraði. Tveir mágar hennar hafa einn- ig komið sér vel fyrir stjórn- málalega. Bæði hafa þau reynt að styrkja persónuleg tengsl sín við forráðamenn kirkjunnar, ekki einungis vegna gagnrýni, sem þau urðu fyrir út af sambúð sinni áður en þau giftust, held- ur einnig af því að kirkjan er áhrifamikil í stjórnmálum lands- ins. Almennt er þó álitið í Ar- gentínu, að hin stutta áheyrn, sem Evíta fékk hjá páfanum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.