Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 102
100
TjRVAL
5000 lestir af berggrýti til að
fá úr því eina svona stöng; og
það kostar mikinn gröft og
marga svitadropa." Ég spurði
hann hvað hinum innfæddu
fyndist um þetta. Hann hélt þeir
vissu það ekki. ,,Ef þeir fréttu
það,“ sagði hann, „býst ég við
að þeir myndu reka upp stóran
hlátur.“
Við gengum stuttan spöl að
lyftunni þar sem okkur voru
fengnar rafhlöður fyrir ljósin
á hjálmunum. Svertingjadreng-
ir komu með þykka frakka.
,,Það verður gott fyrir ykkur
að hafa þá,“ sagði fylgdarmað-
urinn. ,,Það er heitt niðri og
og ykkur verður kalt á leiðinni
upp.“ Þá kom lyftan upp og
við fórum inn í hana og hófum
niðurferðina — 1500 metra í
einni lotu.
Við komum í rúmgóðan víð-
gelmi, lýstan með rafljósum,
með mjóspora braut meðfram
einum veggnum, en frá henni
lágu hliðarspor inn í göng í
klettaveggnum. Það var ekki
mikið um að vera, og raunar
hvergi þar sem við komum í
námunni. Það var erfitt að trúa
því að 4000 manns ynnu í henni.
Við heyrðum vagnaskrölt, sá-
um hjálmljós og svo kom lest:
litlir vagnar, hiaðnir berggrýti,
og ýttu tveir verkamenn hverj-
um vagni — ungir menn, nakt-
ir niður að mitti og gljáandi af
svita, og hvítan í augum þeirra
eins hvít og kviður á fiski. Þeir
virtu okkur naumast viðlits, um
leið og þeir mjökuðust hægt á-
fram með vagnana. Þeir rædd-
ust ekki við, glettust ekki hvorir
við aðra, kvörtuðu ekki eða
bölvuðu; þeir voru þögulir og
sljóir — og mæðulegir, eins og
uxar fyrir plóg, án þess að vita
hvað þeir voru að gera eða hver
væri tilgangur verksins; og
undu sér illa við ónáttúrlegt
starf, — en samt spakir og auð-
mjúkir. Þannig var svipurinn í
augum flestra þeirra, í námun-
um og hvar sem þeir unnu í þjón-
ustu hvítra manna; í augum
drengjanna, sem báru um vínið
í veizlum þeirra, og hleðslu-
mannanna við höfnina í Höfða-
borg — spakur og auðmjúkur,
framandlegur og raunamæddur.
Það var svo heitt og þröngt,
að ég fann til andþyngsla. And-
rúmsloftið var eins og vott, slím-
ugt teppi vafið um höfuð manns.
Samfestingurinn minn var gegn-
votur af svita og raka úr loft-
inu. Við kveiktum á hjálmljósum