Úrval - 01.08.1949, Síða 103
1 GULLNÁMU í SUÐUR-AFRlKU
101
okkar og lögðum af stað inn í
g'öng. Vatnið draup úr loftinu
og lak niður veggina, sem líkt-
ust granít. Dripp, dripp, dripp
— heyrðist allsstaðar og án af-
láts.
,,Hvað fá svertingjar í kaup ?“
spurði ég. ,,Tvö bob (3 krónur)
á dag,“ sagði fylgdarmaðurinn.
,,Og auðvitað fæði og húsnæði.“
„Og hvað er lágmarkskaup
hvítra manna í námunni?“
Hann nefndi tölu, sem var um
ellefu sinnum hærri en kaup
svertingjanna.
„En hvítu mennirnir verða
sjálfir að sjá sér fyrir fæði og
húsnæði,“ bætti Brooks við.
„Svertingjarnir eru að ýmsu
leyti betur settir, þeir fá læknis-
hjálp og allt sem þeir þurfa.“
Ef þeir leggja fyrir laun sín á
fjórtán mánaða samningstíma-
bili, eiga þeir 1100 krónur. „Það
•eru miklir peningar fyrir svert-
.ingja,“ bætti hann við.
Við þrömmuðum áfram eftir
göngunum unz við komum í ann-
an víðan helli. Þar var undarleg
lyfta, sem rann á sporum niður
skáhöll göng; hún var einna lík-
ust stálbát, sem stendur nærri
því upp á endann, og yfir hon-
um járnlok. Við settumst á gólf-
ið í lyftunni, þvi að engin sæti
voru í henni, og svo rann hún
af stað.
Þegar lokinu var lyft af, vor-
um við í öðrum víðgelmi, 1800
metra undir yfirborði jarðar.
Þarna var enn meiri hiti og raki.
Við örkuðum af stað eftir göng-
um, sem virtust auð og yfirgef-
in, unz við heyrðum álengdar
í loftbor, og fannst okkur það
kærkomin tilbreyting í þögn-
inni. Við beygðum fyrir horn
og gengum fram á tvo svert-
ingja og verkstjóra. Maðurinn
með borinn var að bora í loftið.
Kolsvart hörund hans var þak-
ið gráu, svitablöndnu steindufti.
Hann var ungur — í blóma
æskuþróttar síns — Zulu-piltur,
afkomandi stoltrar, herskárrar
þjóðar. Hann stóð með borinn
í fanginu og starði á okkur sljó-
lega, með augum eins og allir
hinir — framandlegum og
raunamæddum.
Við komum inn í annan víð-
gelmi, þar sem beið okkur lyfta.
Járnhliðið lokaðist á eftir okk-
ur og við ókum enn niður á við
í þetta skipti nærri 500 metra,
og vorum nú komnir nærri tvo
og hálfan km niður í jörðina.
Og enn tók við einn víðgelmir,
heitari og blautari en sá næsti
á undan. Andrúmsloftið virtist