Úrval - 01.08.1949, Síða 106
Á miðöldunum fór faraldur um lönd
Evrópu, sem almennt gengur
undir nafninu —
Dansœðið.
Grein úr ,,Hygeia“,
eftir James E. Tobey.
T^ITT af undarlegustu fyrir-
^ brigðum miðaldanna var ó-
hugnanlegur og mikið útbreidd-
ur sjúkdómur, sem kallaður var
dansæðið. Sjúkdómur þessi kom
í kjöifar Svartadauða á miðri
fjórtándu öld, og varð brátt að
farsótt um alla Evrópu, þó að
hann yrði hinsvegar aldrei eins
skæður og Svartidauði.
Þessi dularfulla farsótt lýsti
sér í því, að stórir hópar manna
voru skyndilega gripnir ómót-
stæðilegri ástríðu til að dansa
tryllta, æðisgengna dansa. Þeir
tókust í hendur, mynduðu
hringi, hrópuðu og æptu og
dönsuðu í ofsalegum tryllingi
unz þeir féllu örmagna til jarð-
ar eftir marga klukkutíma. Þess-
um móðursýkisköstum fylgdi út-
blásið kviðarhol, sem læknað
var með því að reyra kviðinn
með böndum. Áhorfendur gripu
stundum til þess að leggja þetta
vesalings fólk í bönd og traðka
á útblásnum kvið þess.
Þetta dansæði byr jaði í Þýzka-
landi og gekk almennt undir
nafninu dans hins heilaga Jó-
hannesar. Sumir kölluðu það
dans hins heilaga Vítusar (St.
Vítusdans) og er það heiti enn
notað í máli læknisfræðinnar.
Fyrra nafnið var dregið af Jó-
hannesi skírara, því að dagur
hans hafði iengi verið hátíðleg-
ur haldinn með drykkjuveizlum
og dönsum, sem sumir hverjir
voru leifar frá heiðnum sið. Það
var trú manna, að hver sá sem
hlypi í gegnum reyk af eldi, sem
kveiktur var til heiðurs Jóhann-
esi, hlyti við það vernd gegn
sjúkdómum í heilt ár. Af þess-
ari hjátrú urðu til dansar og
drykkjuveizlur, sem að lokum
urðu svo hóflausar, að hinn heil-
agi Ágústínus lagði blátt bann
við þeim.
Hinn heilagi Vítus hafði orð-
ið verndardýrlingur hinna dans-
óðu vegna þjóðsögu, sem orðið
hafði til á fjórtándu öld. Þessi