Úrval - 01.08.1949, Page 107
DANSÆÐIÐ
105
Vítus var sonur aðalsmanns á
Sikiley, sem tekið hafði kristna
trú á þriðju öld gegn vilja fjöl-
skyldu sinnar. Við ofsóknir Díó-
cletíanusar keisara gegn kristn-
um mönnum hlaut hann píslar-
vættisdauða. Sagt er, að áður
en hann var tekinn af lífi, hafi
hann beðið guð að vernda frá
dansæðinu alla þá, sem minnt-
ust ártíðar hans. Það var trú
manna, að rödd frá himnum
hefði svarað bæn hans.
Nú er nafnið St. Vítusdans
notað um sjúkdóm, sem gerir
einkum vart við sig í börnum
(acute chorea), og lýsir sér í
ósjálfráðum og óreglulegum
hreyfingum og kippum, magn-
leysi í vöðvum o. fl. Læknavís-
indi nútímans telja, að þessi
sjúkdómur, sem venjulega batn-
ar af sjálfu sér, sé bakteríu-
sjúkdómur, og hugsanlegt er, að
dansæðið á miðöldunum hafi átt
rót sína að rekja til baktería
eða víruss.
En af því að bakteríur voru
ókunnar þangað til Pasteur fann
þær fimm öldum síðar, var dans-
æðið kennt illum öndum, sem
tækju sér bólfestu í hinum dans-
óðu. Eina ráðið við þessari plágu
var að reka út andann sem olli
henni, og það var í verkahring
prestanna en ekki læknanna.
Stundum hefur þetta ef til vill
dugað, en þessar sálrænu að-
gerðir stemmdu ekki stigu fyr-
ir dansæðið sem breiddist frá
Þýzkalandi til Flanders og Belg-
íu og síðan til Frakklands og
ftalíu.
í ftalíu var dansæðið talið
stafa af eitri frá biti köngulóar-
tegundar, sem ítalir kalla taran-
tula. Þeir kölluðu það tarant-
isma, og það varð tilefni margra
tónverka, sem nefnd voru taran-
tellur og kunn eru enn í dag.
Talið var að tónlist hefði nokk-
ur áhrif til bóta á sjúkdóminn,
þannig að hún ásamt dansinum
dreifði eitrinu og stuðlaði að því
að það færi út um húðina. í sam-
ræmi við þessa trú tóku ýms
bæjaryfirvöld upp á því að leigja
hljómsveitir til að leika fyrir
hina dansóðu, unz þeir örmögn-
uðust af þreytu. Ef hljómsveit-
armennirnir gáfust upp á und-
an, voru aðrir fengnir í þeirra
stað.
Af því að tónlist virtist bæði
örva og sefa hina dansóðu, var
hún stór liður í viðleitninni til
að sigrast á farsóttinni. Tón-
verkin voru samin við ýmisleg
afbrigði æðisins, ýmist fjörug
og ástríðufull eða róleg og sef-