Úrval - 01.08.1949, Page 107

Úrval - 01.08.1949, Page 107
DANSÆÐIÐ 105 Vítus var sonur aðalsmanns á Sikiley, sem tekið hafði kristna trú á þriðju öld gegn vilja fjöl- skyldu sinnar. Við ofsóknir Díó- cletíanusar keisara gegn kristn- um mönnum hlaut hann píslar- vættisdauða. Sagt er, að áður en hann var tekinn af lífi, hafi hann beðið guð að vernda frá dansæðinu alla þá, sem minnt- ust ártíðar hans. Það var trú manna, að rödd frá himnum hefði svarað bæn hans. Nú er nafnið St. Vítusdans notað um sjúkdóm, sem gerir einkum vart við sig í börnum (acute chorea), og lýsir sér í ósjálfráðum og óreglulegum hreyfingum og kippum, magn- leysi í vöðvum o. fl. Læknavís- indi nútímans telja, að þessi sjúkdómur, sem venjulega batn- ar af sjálfu sér, sé bakteríu- sjúkdómur, og hugsanlegt er, að dansæðið á miðöldunum hafi átt rót sína að rekja til baktería eða víruss. En af því að bakteríur voru ókunnar þangað til Pasteur fann þær fimm öldum síðar, var dans- æðið kennt illum öndum, sem tækju sér bólfestu í hinum dans- óðu. Eina ráðið við þessari plágu var að reka út andann sem olli henni, og það var í verkahring prestanna en ekki læknanna. Stundum hefur þetta ef til vill dugað, en þessar sálrænu að- gerðir stemmdu ekki stigu fyr- ir dansæðið sem breiddist frá Þýzkalandi til Flanders og Belg- íu og síðan til Frakklands og ftalíu. í ftalíu var dansæðið talið stafa af eitri frá biti köngulóar- tegundar, sem ítalir kalla taran- tula. Þeir kölluðu það tarant- isma, og það varð tilefni margra tónverka, sem nefnd voru taran- tellur og kunn eru enn í dag. Talið var að tónlist hefði nokk- ur áhrif til bóta á sjúkdóminn, þannig að hún ásamt dansinum dreifði eitrinu og stuðlaði að því að það færi út um húðina. í sam- ræmi við þessa trú tóku ýms bæjaryfirvöld upp á því að leigja hljómsveitir til að leika fyrir hina dansóðu, unz þeir örmögn- uðust af þreytu. Ef hljómsveit- armennirnir gáfust upp á und- an, voru aðrir fengnir í þeirra stað. Af því að tónlist virtist bæði örva og sefa hina dansóðu, var hún stór liður í viðleitninni til að sigrast á farsóttinni. Tón- verkin voru samin við ýmisleg afbrigði æðisins, ýmist fjörug og ástríðufull eða róleg og sef-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.