Úrval - 01.08.1949, Síða 109
DANSÆÐIÐ
107
Róttækustu byltingasinnarn-
ir, hinir svonefndu „sans-
eulottes" (buxnaleysingjarnir)
höfðu sinn eigin dans, ,,car-
magnole", eftir samnefndum
byltingarsöng. Þegar þessi söng-
ur var sunginn, dönsuðu þeir
tryllingslega um götur Parísar.
í Bandaríkjunum er sagt frá
því að prestur einn, James Mc
Gready að nafni, hafi haldið
samkomur í Kentucky. I lýsing-
um á prestinum er hann talinn
hryllilegur ásýndum og með
gjallandi þrumuraust. Undir
áhrifum af þrumuræðum hans
varð söfnuðurinn gripinn
skjálfta og krampakippum.
Sumir féllu til jarðar, en aðrir
upphófu trylltan dans. Frá
Kentucky breiddist þessi sýki
tii Tennessee og Virginia, og
varð þar mjög skæð, einkum í
Tennessee, þar sem eitt sinn
trylltust mörg hundruð manns
á samkomu. I læknaskýrslum
er sagt frá einni samkomu í
Kentucky þar sem 3000 manna
urðu gripnir þessum tryllingi, og
er það sígilt dæmi um múgæði
(mass hysteria).
Fyrir um tveim áratugum
gekk einskonar maraþondans-
faraldur um Bandaríkin. Til-
burðir keppendanna í þessum
þoldönsum hlutu svo mikið um-
tal í blöðum landsins og meðal
almennings, og þátttakendurn-
ir voru svo margir, að forstöðu-
maður bandarísku heilbrigðis-
stofnunarinnar lét hafa eftir sér,
að hér væri um sama fyrirbrigð-
ið að ræða og dansæði miðald-
aldanna. Eftir stuttan tíma dó
þessi faraldur út aftur.
Dansinn sem slíkur er auð-
vitað heilsusamleg, æskileg og
oft listræn skemmtun. Hann er
tákn þeirra algildu óskar
mannsins að tjá tilfinningar sín-
ar með hreyfingum. Hann er
ekki aðeins holl æfing fyrir flest
fólk, heldur er hann einnig örv-
andi og sefandi og oft andlegur
aflvaki.
Mannkynið hefur dansað af
félagslegri og trúarlegri þörf
frá óminni alda. Frumstæðir
kynflokkar dönsuðu eftir hátt-
bundnu hljóðfalli trumbunnar
sér til skemmtunar, og öll lönd
eiga sína þjóðdansa, suma villta
og aðra fagra og tígulega. Eftir
miðaldirnar urðu til dansar eins
og menúettinn, gavotte og pav-
an; síðan kom polki, fandangó,
bóleró, valsinn og margir fleiri.
Sumir nútímadansar virðast
hafa sótt uppruna sinn til frum-
stæðra villimannadansa.