Úrval - 01.08.1949, Side 120
118
ÚRVAL
reyna að lýsa því, hvernig okk-
ur var innanbrjósts.
Hús Francesar í Madison var
prýðilega vel fallið til hressing-
ardvalar. Herbergi Jonna var
uppi á lofti og útsýnið fagurt.
Þarna hafði hann allar náms-
bækurnar sínar og hljómplöt-
urnar hjá sér. Hann hafði búið
sér út rannsóknarstofu í bíl-
skúrnum og eyddi þar alltaf
stund úr degi. Hann naut þessa
sumars í ríkum mæli. Frances
var alltaf hjá honum, en ég
heimsótti hann um helgar.
Ég minnist þess, hve Jonni
var tillitssamur, þegar sjúk-
dómurinn fór að ágerast. Auð-
vitað langaði hann til að skóla-
bræður hans kæmu í heim-
sókn, en hann veigraði sér við
að biðja þá að koma, því að
hann bjóst við, að þeim mundi
leiðast. Hann hafði miklar á-
hyggjur af því, að veikindi
hans röskuðu áætlunum okkar
og trufluðu mig við samning
bókar minnar. Ég var ekki nema
hálfnaður með Inside U. S. A.
og langt á eftir áætlun. Jonni
vissi, að ég átti að skila hand-
ritinu 1. október, og að ég
myndi ekki geta lokið því fyr-
ir þann tíma. Fyrsta spurníng
hans, þegar við hittumst, var
oftast: „Jæja, hvað skrifaðir þú
marga kafla í gær?“ Og svo:
„Þér veitir ekki af að flýta þér!“
Nú kom eitt áfallið á fætur
öðru; þótt vonirnar glæddust í
bili, syrti aftur að. Bólguhnúsk-
urinn á höfði Jonna fór að
stækka, hægt og sígandi, unz
hann var orðinn á stærð við
tenniskúlu. Um þetta leyti
kynntumst við nýju orði í lækn-
isfræði, sem lét okkur aldrei í
friði — papilledema. Það þýðir
í fáum orðum, að sjóntaugin,
sem er í raun réttri framleng-
ing heilans, þrýstist fram. Þeg-
ar augun eru eðlileg, er papille-
deman' núll. Því meir sem pap-
illedeman er, þeim mun alvar-
legra er ástandið. Áður en Jonni
var skorinn upp, mældist papille-
dema hans tíu, þegar hann fór
af sjúkrahúsinu var hún hröp-
uð niður í tvo. Nú var hún
stigin upp í fjóra. Sjónsvið
hans var líka tekið að minnka;
hann sá illa til hliðanna. Það
var eins og hann væri með ó-
sýnilegar augnblöðkur.
Miðvikudaginn 17. júní var
ég staddur í borginni. Um mið-
nætti hringdi Frances til mín
frá Madison. Bólguhnúskurinn
hafði opnazt. Það var að vísu
ekki hættulegt í sjálfu sér, en