Úrval - 01.08.1949, Page 121

Úrval - 01.08.1949, Page 121
DAUÐI, HVAR ER BRODDUR ÞINN? 119 Jonna hafði þó verið gefið penicillin, til þess að koma í veg fyrir að illska hlypi í sárið. Nokkrum dögum síðar mynd- aðist sár á öðrum stað og Jonni var þegar í stað fluttur á Taugasjúkdómahælið. Við höfðum frétt af þekkt- um skurðlækni í Montreal, Wilder Penfield að nafni, og fengum hann til að líta á Jonna. Eftir að Penfield hafði rætt við þá Traeger og Putnam, eyddi hann löngum tíma í að skoða sýnishorn af heilavef Jonna í smásjá, því að sá möguleiki er alltaf fyrir hendi, að sjúk- dómsgreining kunni að reynast röng, og æxlið gat breyzt til hins betra eða verra. Að lokinni athugun sinni sagði Penfield blátt áfram: „Drengurinn yðar er með illkynjað gliomaæxli, og það fer með hann.“ Við urðum að taka eitthvað annað til bragðs. Ef til vill var einhver von, þrátt fyrir dauða- dóm Penfields. En við urðum að hafa hraðan á. Frances kom í hug, að eðlisfræðingar eða kjarnorkusérfræðingar, sem höfðu starfað á sviði lækisfræð- innar á stríðsárunum, hefðu ef til vill fundið einhvern nýjan læknisdóm við heilaæxlum. Ég hringdi til fjölmargra lækna, víðsvegar um landið, til þess að spyrja um þetta. Við vorum ailtaf þeirrar skoðunar, að ef við gætum haldið lífinu í Jonna í nokkrar vikur eða mánuði, kynni eitthvert nýtt lyf að koma til sögunnar. Dag nokkurn rakst Frances á smágrein í New York Times, þar sem skýrt var frá áhrifum sinnepsgass á vöxt æxla. Gasið átti að dælast í æð. Við fórum að leita þetta gas uppi og fundum það loks, eftir mikla eftirgrenslan um allt land- ið, í Memorialsjúkrahúsinu í New York — tíu mínútna gang frá heimili okkar. Sinnepsgas er að sjálfsögðu banvænt eitur, og það er ban- vænt vegna þess, að það ræðst á sérstakar frumur, sem vaxa ört. Hvað er æxli annað en frumur, sem vaxa ört? Þess- vegna var ekki ólíklegt, að sinnepsgasið gæti eytt æxlis- frumunum, án þess að skaða aðrar. En gasið hafði aldrei fyrr verið reynt við heilaæxli. Við afréðum að reyna það, eftir að við höfðum ráðgazt við einn kunnasta lækni Bandaríkjanna. Hann sagði: „Ef það væri son- ur minn, myndi ég reyna það.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.