Úrval - 01.08.1949, Síða 121
DAUÐI, HVAR ER BRODDUR ÞINN?
119
Jonna hafði þó verið gefið
penicillin, til þess að koma í
veg fyrir að illska hlypi í sárið.
Nokkrum dögum síðar mynd-
aðist sár á öðrum stað og
Jonni var þegar í stað fluttur
á Taugasjúkdómahælið.
Við höfðum frétt af þekkt-
um skurðlækni í Montreal,
Wilder Penfield að nafni, og
fengum hann til að líta á Jonna.
Eftir að Penfield hafði rætt við
þá Traeger og Putnam, eyddi
hann löngum tíma í að skoða
sýnishorn af heilavef Jonna í
smásjá, því að sá möguleiki er
alltaf fyrir hendi, að sjúk-
dómsgreining kunni að reynast
röng, og æxlið gat breyzt til
hins betra eða verra. Að lokinni
athugun sinni sagði Penfield
blátt áfram: „Drengurinn yðar
er með illkynjað gliomaæxli, og
það fer með hann.“
Við urðum að taka eitthvað
annað til bragðs. Ef til vill var
einhver von, þrátt fyrir dauða-
dóm Penfields. En við urðum
að hafa hraðan á. Frances kom
í hug, að eðlisfræðingar eða
kjarnorkusérfræðingar, sem
höfðu starfað á sviði lækisfræð-
innar á stríðsárunum, hefðu ef
til vill fundið einhvern nýjan
læknisdóm við heilaæxlum. Ég
hringdi til fjölmargra lækna,
víðsvegar um landið, til þess
að spyrja um þetta. Við vorum
ailtaf þeirrar skoðunar, að ef
við gætum haldið lífinu í Jonna
í nokkrar vikur eða mánuði,
kynni eitthvert nýtt lyf að koma
til sögunnar.
Dag nokkurn rakst Frances á
smágrein í New York Times,
þar sem skýrt var frá áhrifum
sinnepsgass á vöxt æxla. Gasið
átti að dælast í æð.
Við fórum að leita þetta gas
uppi og fundum það loks, eftir
mikla eftirgrenslan um allt land-
ið, í Memorialsjúkrahúsinu í
New York — tíu mínútna gang
frá heimili okkar.
Sinnepsgas er að sjálfsögðu
banvænt eitur, og það er ban-
vænt vegna þess, að það ræðst
á sérstakar frumur, sem vaxa
ört. Hvað er æxli annað en
frumur, sem vaxa ört? Þess-
vegna var ekki ólíklegt, að
sinnepsgasið gæti eytt æxlis-
frumunum, án þess að skaða
aðrar. En gasið hafði aldrei
fyrr verið reynt við heilaæxli.
Við afréðum að reyna það, eftir
að við höfðum ráðgazt við einn
kunnasta lækni Bandaríkjanna.
Hann sagði: „Ef það væri son-
ur minn, myndi ég reyna það.“