Úrval - 01.08.1949, Síða 122
120
ÚRVAL
Innan sólarhrings hafði Jonna
verið gefin fyrsta sprautan. En
það varð að fara mjög gæti-
lega í sakirnar, því að sinneps-
gas eyðir hvítu blóðkornunum
og dregur þannig úr viðnámi
líkamans gegn sýklum. Það varð
að gefa Jonna mikið magn af
penicillini, til þess að vega upp
á móti fækkun blóðkornanna,
og þannig var honum íþyngt æ
meira með stöðugum tilraunum
og iæknisaðgerðum.
Fyrstu sinnepsgassprauturnar
virtust hafa góð áhrif á Jonna.
Hann varð þróttmeiri og fékk
betra útlit. Um áhrif síðari
sprautanna, sem hann fékk í
ágústmánuði, er ekki gott að
dæma.
Hann útskrifaðist af Tauga-
sjúkdómahælinu einu sinni enn
og fór aftur upp í sveit. Honum
virtist fara dagbatnandi. Hann
fór að lesa námsbækurnar sín-
ar af kappi og gerði efnafræði-
tilraunir.
Bag nokkurn kom Boyden,
yfirkennari í Deerfield, ásamt
öðrum kennara skólans, í heim-
sókn til Jonna. Það var honum
til mikillar uppörvunar. Hann
ræddi við þá um nám sitt í
skólanum á komanda vetri, eins
og ekkert hefði ískorizt. Auð-
vitað hafði honum komið til
hugar, að hann gæti ef til vili
ekki sótt skólann næsta vetur,
en honum ægði svo sú tilhugs-
un, að hann bældi hana niður.
En 31. ágúst myndaðist nýtt
sár á höfði hans og hvítu blóð-
kornunum hafði fækkað ískyggi-
lega mikið. Honum hrakaði óð-
um.
Þegar hér var komið, hafði
okkur dottið í hug að reyna nýja
leið. Við höfðum haft spurnir
af lækni, er hét Max Gerson,
sem talið var að læknaði krabba-
mein og aðra sjúkdóma með
mataræði. Gerson var, og er,
prýðilega lærður læknir, en fór
sínar eigin götur. Við vorum
fyrst í vafa um, hvað gera
skyldi, en ákváðum loks að fara
á fund hans. Hann skýrði mér
frá mörgum tilfellum, þar sem
krabbameinssjúklingar höfðu
fengið bata, að því er virtist.
En mér þótti ótrúlegt, að svo
alvarlegur sjúkdómur gæti lækn-
azt af mataræði einu saman.
Við Frances ráðguðumst við
Traeger. Hann andmælti í fyrstu
fullyrðingum Gersons um lækn-
ingu krabbameins, en þar sem
Jonni var svo langt leiddur, taldi
hann að mataræðistilraun Ger-
sons gæti engu spillt. Það hófst