Úrval - 01.08.1949, Síða 128
126
ÍTRVAL,
á ævinni stundað reglulegt efna-
fræðinám.
Morguninn, sem skólaupp-
sögnin átti að fara fram, gengu
piltarnir í skrúðgöngu til kirkj-
unnar, sem var um míluf jórðung
í burtu. Ég bjóst ekki við, að
Jonni myndi þola gönguna, en
hann hristi okkur af sér og
hvarf. Prófskírteinin áttu að
afhendast í kirkjunni, en þegar
við komum þangað, sáum við
Jonna hvergi, þrátt fyrir hvíta
vefjarhöttinn.
Það var farið að kalla upp
nöfn piltanna í stafrófsröð, og
við vorum á nálum, þegar þeir
gengu einn af öðrum inn að
prédikunarstólnum. Loks var
röðin komin að G-unum. Games,
Gillespie, Goodwin, Griffin,
Gunther. Jonni mjakaði sér var-
lega út úr þyrpingunni og gekk
hnarreistur, en ofurhægt, inn
eftir kirkjugólfinu og leit hvorki
til hægri né vinstri. Það var
byrjað að klappa og hrópa, og
fagnaðarlætin komust í al-
gleyming, þegar hann stað-
næmdist að lokum við prédik-
unarstólinn. Flynt skólastjóri
reyndi að koma prófskírteininu
í hægri hönd Jonna, eins og við
höfðum beðið hann um, en Jonni
flutti það í vinstri hönd sína,
því að með henni átti að takú
á móti því. Fagnaðarlætin vorú
óskapleg, en Jonni vék sér til
hliðar og komst í sæti sitt, án
þess að taka eftir okkur.
Jonni fékk allar sínar þján-
ingar bættar á þessari örstuttu
stund, þegar hann gekk inn
kirkjugólfið. Það var sigurstund
hans. Öllum viðstöddum verð-
ur hún ógleymanleg, enginn get-
ur gleymt viljastyrknum og
skapfestunni, sem hann sýndi.
Þegar við komum aftur tií
New York, hófst baráttan við
sjúkdóminn á ný. Það var blátt
áfram ómögulegt að láta dreng-
inn deyja. Bólguhnúskurinn á
höfði hans var aftur farinn að
stækka.
Við ákváðum að endurtaka
allar þær lækningatilraunir, sem
höfðu leitt til bata fyrr á ár-
inu, — ljósin, sinnepsgasið, mat-
aræðið, og nýjan uppskurð, ef
með þyrfti. Við afréðum að
byrja á sinnepsgasinu.
Jonni fékk gassprauturnar 12.
júní og var hress næstu dag-
ana á eftir. Læknarnir töldu,
að hann myndi hafa gott af því
að fara upp í sveit, og Frances
brá sér því til Madison, til þess
að undirbúa komu hans. Við vor-