Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 131
„Daginn sem við flugum
flugdrekumun.“
Framhald af 4. kápusíðu.
á loft aftur. Hvílík unun að hlaupa
með flugdrekunum, til hœgri og
vinstri, og sjá hinar veikburða,
jarðbundnu hreyfingar okkar end-
urspeglast mörgum mínútum síðar
í tignarlegum skýjadansi þeirra!
Við skrifuðum óskir á pappírs-
ræmur og brugðum þeim um
strenginn. Hægt, en örugglega,
klifruðu þær upp strenginn, unz
þær náðu flugdrekanum. Allar
slíkar óskir hlutu að rætast.
Jafnvel feður okkar lögðu frá
sér hamar og öxi og slóust í hóp-
inn. Mæður okkar skemmtu sér
og hlógu eins og skólastelpur. Hár
þeirra losnaði úr viðjum hárnál-
anna og féll í lokkum niður um
vangana. Svunturnar flögruðu um
fótleggi þeirra. Fögnuður okkar
var blandinn eins konar lotningu.
Fullorðna fólkið var að leika við
okkur! Einu sinni þegar ég leit
á mömmu, fannst mér hún blátt
áfram falleg. Og hún sem var
komin yfir fertugt!
Við vissum aldrei hvernig tím-
inn leið þenna dag. Við vorum
víst ekki alveg með sjálfum okkur.
Foreldrarnir gleymdu skyldum
sínum og virðuleik; börnin
gleymdu innbyrðis meting og
deilum. „Kannski er lífið á himn-
um svona,“ hugsaði ég óljóst.
Það var orðið skuggsýnt þegar
við stauluðumst heim, syfjuð og
mettuð af sól og vorlofti. Við höf-
um sjálfsagt borðað einhvern
kvöldverð, og sjálfsagt hefur far-
ið fram einhver íljótaskriftar til-
tekt í húsinu, því að ekki bar á
öðru en allt væri snyrtilegt á
sunnudagsmorguninn.
Merkilegt var, að enginn minnt-
ist á þenna dag eftir á. Ég varð
feiminn þegar ég hugsaði til hans.
Áreiðanlega hafði enginn orðið
eins djúpt snortin og ég þenna
dag. 'Ég lokaði endurminningu
hans i dýpsta leynihólfi hjartans,
þar sem allt hið dýrmætasta og
helgasta er geymt.
Árin liðu og dag nokkurn var
ég á þönum í eldhúsinu mínu að
reyna að ljúka við verkin á með-
an þriggja ára dóttir mín nauð-
aði í sífellu að fá að „fara út í
listigarð og sjá endurnar."
,,Ég get ekki farið.“ sagði ég.
,,Ég á svo mikið eftir að gera, og
þegar ég er búin, verð ég orðin of
þreytt til að ganga svona langt.“
Móðir mín, sem var í heimsókn
hjá mér í borginni, leit upp frá
baununum sem hún var að afhýða.
„í*að er yndislegt veður,“ sagði
hún, „hlýtt í lofti og hressandi
gola. Það minnir mig á daginn
sem við flugum flugdrekunum."
Ég staðnæmdist á ferð minni
milli, ofns og eldhússbekks. Leyni-
hólfið hrökk upp og út úr því
flæddu endurminningarnar. Ég
tók af mér svuntuna. ,,Komdu,“
sagði ég við barnið mitt. „Það er
Framhald á 2. kápusíðu.