Úrval - 01.02.1952, Page 67

Úrval - 01.02.1952, Page 67
Höfundur lýsir lífi og háttum Lappa, en hann ferffaðist nýlega um land þeirra, sem hann kallar — Land hreindýra og bjarna. Grein úr ,,The Listener“, eftir Tom Hopkinson. JÓÐVEGURINN, sem ligg- ur til norðurs frá Rovani- emi, höfuðborg Lapplands, ber hið stolta heiti „Norðurheim- skautsvegurinn". Gulu póstbíl- arnir fara daglegar áætlunar- ferðir eftir þessum vegi, og dag nokkurn á síðastliðnu hausti sat ég í einum slíkum bíl, klæddur í tvær eða þrjár peysur, skíða- jakka og í mörgum sokkum. Ferðin til Ivalo, sem er lítill verzlunarstaður, tekur átta klukkustundir, og ef mann lang- ar tii að hristast í bílnum nokkr- ar stundir í viðbót, kemur maður til Karigasnjemi, sem er norður við landamæri Finnlands og Nor- egs. Og það er á þessari átta stunda ferð, sem maður flyzt inn í undraheim norðursins. Nokkr- um kílómetrum fyrir norðan Rovaniemi fer maður yfir heim- skautsbauginn, og er allt í einu kominn í land, þar sem nátt- úran hefur haft hausavíxl á árs- tíðunum. Það er komið fram i október, en þó er enn stundað- ur heyskapur á engjablettum og í skógarrjóðrum. Hin dýrmæta uppskera er breidd til þerris, til þess að nota síðustu sólskins- stundimar. Allskonar dýr híma í hópum heima við bæina, hest- ar, hundar, kýr og kindur; þau standa hreyfingarlaus og bíða eftir vetrinum, og það er eins og þau finni á sér, að þegar þau hafa einu sinni verið hýst, eigi þau ekki afturkvæmt út undir bert loft fyrr en í maí. Búskapurinn krefst mikillar ná- kvæmni og aðgæzlu hér um slóð- ir. f köldustu hlutum Lapplands er gróðrartímabilið ekki nema f jórir mánuðir á ári, það er að- eins hægt að rækta kartöflur, en annað ekki. Jafnvel þar, sem sumarið er lengra, getur það valdið algerum uppskerubresti, ef seint vorar eða vetur leggst nokkrum dögum fyrr að en venjulega. Áður fyrr var þetta orsök hinna ægilegu hungurs- neyða, sem oft voru svo tíðar, að þær skullu yfir fimmta hvert ár. Á hundrað ára gömlum landabréfum eru afmörkuð þau svæði, þar sem mulinn birki- börkur var notaður til brauð- gerðar með þvi að blanda hann hveiti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.