Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 67
Höfundur lýsir lífi og háttum Lappa,
en hann ferffaðist nýlega um land
þeirra, sem hann kallar —
Land hreindýra og bjarna.
Grein úr ,,The Listener“,
eftir Tom Hopkinson.
JÓÐVEGURINN, sem ligg-
ur til norðurs frá Rovani-
emi, höfuðborg Lapplands, ber
hið stolta heiti „Norðurheim-
skautsvegurinn". Gulu póstbíl-
arnir fara daglegar áætlunar-
ferðir eftir þessum vegi, og dag
nokkurn á síðastliðnu hausti sat
ég í einum slíkum bíl, klæddur
í tvær eða þrjár peysur, skíða-
jakka og í mörgum sokkum.
Ferðin til Ivalo, sem er lítill
verzlunarstaður, tekur átta
klukkustundir, og ef mann lang-
ar tii að hristast í bílnum nokkr-
ar stundir í viðbót, kemur maður
til Karigasnjemi, sem er norður
við landamæri Finnlands og Nor-
egs. Og það er á þessari átta
stunda ferð, sem maður flyzt inn
í undraheim norðursins. Nokkr-
um kílómetrum fyrir norðan
Rovaniemi fer maður yfir heim-
skautsbauginn, og er allt í einu
kominn í land, þar sem nátt-
úran hefur haft hausavíxl á árs-
tíðunum. Það er komið fram i
október, en þó er enn stundað-
ur heyskapur á engjablettum og
í skógarrjóðrum. Hin dýrmæta
uppskera er breidd til þerris,
til þess að nota síðustu sólskins-
stundimar. Allskonar dýr híma
í hópum heima við bæina, hest-
ar, hundar, kýr og kindur; þau
standa hreyfingarlaus og bíða
eftir vetrinum, og það er eins
og þau finni á sér, að þegar
þau hafa einu sinni verið hýst,
eigi þau ekki afturkvæmt út
undir bert loft fyrr en í maí.
Búskapurinn krefst mikillar ná-
kvæmni og aðgæzlu hér um slóð-
ir. f köldustu hlutum Lapplands
er gróðrartímabilið ekki nema
f jórir mánuðir á ári, það er að-
eins hægt að rækta kartöflur,
en annað ekki. Jafnvel þar, sem
sumarið er lengra, getur það
valdið algerum uppskerubresti,
ef seint vorar eða vetur leggst
nokkrum dögum fyrr að en
venjulega. Áður fyrr var þetta
orsök hinna ægilegu hungurs-
neyða, sem oft voru svo tíðar,
að þær skullu yfir fimmta hvert
ár. Á hundrað ára gömlum
landabréfum eru afmörkuð þau
svæði, þar sem mulinn birki-
börkur var notaður til brauð-
gerðar með þvi að blanda hann
hveiti.