Úrval - 01.11.1954, Síða 6
4
tJR VAL>
Æska Japans og aðrar þjóðir.
Sérhver viðleitni til að skilja
japanskan hugsunarhátt verður
að taka tillit til þeirrar stað-
reyndar, að til skamms tíma
var Japan eyríki, sem af ásettu
ráði einangraði sig frá öllum
samskiptum við vestrænar þjóð-
ir.
Portúgalar stigu á land syðst
á Kyusku árið 1542; jesúítinn
Francis Xavier kom til Kagos-
hima 1549 og síðan komu fleiri
jesúítar í kjölfar hans. Árið
1600 komu Hollendingar til Jap-
an. En nokkrum árum síðar var
kristni bönnuð og útlendingar
reknir úr landi. Um miðja 17.
öld voru engir útlendingar eftir
í landinu nema fáeinir hollenzk-
ir kaupmenn í Nagasaki og ör-
fáir Kínverjar. Japönum var
bannað að fara til útlanda og
bannað að byggja stærri skip
en 500 koku (92 lestir).
Árið 1868 hófst nýtt tímabil
í sögu Japans. Þá var lénsskipu-
lagið afnumið og keisarinn fékk
aftur full völd. Japan hratt öll-
um dyrum upp á gátt fyrir vest-
rænum áhrifum. Og nú brá svo
við, að Japanir, sem ekki höfðu
háð árásarstyrjöld gegn öðrum
þjóðum í 15 aldir, steyptu sér út
í hverja styrjöldina á fætur ann-
arri — gegn Kína, Rússlandi,
Kóreu, Þýzkalandi, Mansjúríu,
Indó-Kína og loks Bandaríkj-
unum og bandamönnum þeirra,
en þeirri styrjöld lauk, eins og
kunnugt er, með skilyrðislausri
uppgjöf Japana 1945.
Eftir grimmilega styrjöld á
öllu Kyrrahafssvæðinu var
heimurinn nú vitni að því, að
japanska þjóðin tók ósigrinum
möglunarlaust. Hernámsliðið
mætti hvorki mótspyrnu né and-
úð. Ósigurinn, hin gagngera
breyting á stjórnarfari lands-
ins, líflátsdómar og aftökur jap-
anskra hershöfðingja, vöktu
jafnvel enn minni ókyrrð en af-
nám lénsskipulagsins 1868. Dr.
Stoetzel segir um þetta: „Slík
auðsveipni er ekki aðeins tor-
tryggileg eftir þá einbeitni, sem
þjóðin hafði sýnt í baráttu
sinni gegn hálfum heiminum;
hún er blátt áfram óskiljan-
leg.“
En í þessari algeru stefnu-
breytingu birtist einmitt mjög
ríkur þáttur í fari japönsku
þjóðarinnar. Ámeríski mann-
fræðingurinn Ruth Benedict
hefur lagt áherzlu á þennan
þátt í bók sinni The Chrystan-
themurn and the Sword. Þar
segir hún: ,,Hinn raunverulegi
styrkleiki japönsku þjóðarinnar,
sem hún getur notað til að
breyta sér í friðsama þjóð, er
hæfileiki hennar til að segja í
miðri athöfn, „þetta mistókst",
og beina síðan orku sinni í
annan farveg. Hún sóar ekki
kröftum sínum í baráttu fyrir
glötuðum málstað, eða eins og
segir í japönsku máltæki: ,,Það
er tilgangslaust að bíta í nafl-
ann í sjálfum sér.“