Úrval - 01.11.1954, Page 16
14
ÚRVAL
áður en hann kvænist. Hann
gengur jafnvel lengra, því að
hann viðurkennir, að ráð föður
síns ha.fi verið sér til góðs. Og
hann ásakar móður sína fyrir
að vera ekki nógu stranga. Þó
að þessi liðsforingjasonur hafi
hlotið strangara uppeldi en al-
mennt gerist í Japan og geti
því ekki talizt algildur fulltrúi,
leiddi frekari skoðanakönnun í
ljós, að hlýðnisafstaðan til for-
eldra er enn mjög sterk í æsku-
fólki landsins, og þeim mun
sterkari sem það er yngra.
Staða konunnar.
Japanskar konur hafa aldrei
notið jafnréttis við karlmenn.
Segja má, að staða þeirra sé
í samræmi við boðorð Konfúsí-
usar: „Konan á hlýðni að
gjalda þrisvar á ævinni, foreldr-
um sínum þegar hún er ung,
eiginmanni sínum eftir að hún
er gift og börnum sínum í ell-
inni.“
Fyrir 1945 höfðu konur ekki
kosningarétt og máttu ekkert
eiga nema í sameign við eigin-
menn sína; þær áttu engan rétt
til hlutdeildar í eignum látinna
manna sinna eða feðra og gátu
ekki krafizt skilnaðar. Sam-
kvæmt hinni nýju stjórnarskrá
hafa þær jafnrétti við karlmenn.
En lögin ein nægja ekki. Kon-
ur hafa nú rétt til að krefjast
skilnaðar, en flestum karlmönn-
um finnst sú tilhugsun hlægi-
leg, að kona taki upp á því að
heimta skilnað.
Hversdagslega borðar konan
út af fyrir sig, ber manninum
matinn og heldur kyrru fyrir
heima, eða fari hún út með
manni sínum, gengur hún nokkr-
um skrefum á eftir honum. Það
er ekki nema þegar japönsk
kona klæðist vestrænum bún-
ingi, að hún gengur við hlið
manns síns á götunni og á und-
an honum inn um dyr; þegar
hún er komin í kimonóinn
heima, sezt hún ekki til borðs
með manni sínum og evrópskum
gestum hans.
Það er ekki aðeins siðfræði
Konfúsíusar, sem ráðið hefur
hinni óæðri stöðu konunnar.
Annað mikilvægt atriði er hlut-
verk hennar í hjónabandinu.
Ástin skipar ekki háan sess í
lífi Japana, og henni er haldið
skýrt aðgreindri frá öðrum al-
varlegri þáttum lífsins, en til
þeirra telst fjölskyldan. Megin-
hlutverk konunnar — að ala
börn til viðhalds f jölskyldunni
— gengur fyrir öllum persónu-
legum óskum.
Vestrænum konum var það
mikill styrkur í jafnréttisbar-
áttu sinni, að þær gátu unnið
fyrir sér sjálfar. Japanskar kon-
ur, sem leita frjálsræðis, fara
eins að. Þessvegna hafa margar
sveitastúlkur, bæði fyrir og eftir
styrjöldina, leitað sér atvinnu í
borgunum. En framfarirnar eru
hægar. Skoðanakönnun 1948
leiddi í ljós, að af 100 konum