Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 16

Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 16
14 ÚRVAL áður en hann kvænist. Hann gengur jafnvel lengra, því að hann viðurkennir, að ráð föður síns ha.fi verið sér til góðs. Og hann ásakar móður sína fyrir að vera ekki nógu stranga. Þó að þessi liðsforingjasonur hafi hlotið strangara uppeldi en al- mennt gerist í Japan og geti því ekki talizt algildur fulltrúi, leiddi frekari skoðanakönnun í ljós, að hlýðnisafstaðan til for- eldra er enn mjög sterk í æsku- fólki landsins, og þeim mun sterkari sem það er yngra. Staða konunnar. Japanskar konur hafa aldrei notið jafnréttis við karlmenn. Segja má, að staða þeirra sé í samræmi við boðorð Konfúsí- usar: „Konan á hlýðni að gjalda þrisvar á ævinni, foreldr- um sínum þegar hún er ung, eiginmanni sínum eftir að hún er gift og börnum sínum í ell- inni.“ Fyrir 1945 höfðu konur ekki kosningarétt og máttu ekkert eiga nema í sameign við eigin- menn sína; þær áttu engan rétt til hlutdeildar í eignum látinna manna sinna eða feðra og gátu ekki krafizt skilnaðar. Sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá hafa þær jafnrétti við karlmenn. En lögin ein nægja ekki. Kon- ur hafa nú rétt til að krefjast skilnaðar, en flestum karlmönn- um finnst sú tilhugsun hlægi- leg, að kona taki upp á því að heimta skilnað. Hversdagslega borðar konan út af fyrir sig, ber manninum matinn og heldur kyrru fyrir heima, eða fari hún út með manni sínum, gengur hún nokkr- um skrefum á eftir honum. Það er ekki nema þegar japönsk kona klæðist vestrænum bún- ingi, að hún gengur við hlið manns síns á götunni og á und- an honum inn um dyr; þegar hún er komin í kimonóinn heima, sezt hún ekki til borðs með manni sínum og evrópskum gestum hans. Það er ekki aðeins siðfræði Konfúsíusar, sem ráðið hefur hinni óæðri stöðu konunnar. Annað mikilvægt atriði er hlut- verk hennar í hjónabandinu. Ástin skipar ekki háan sess í lífi Japana, og henni er haldið skýrt aðgreindri frá öðrum al- varlegri þáttum lífsins, en til þeirra telst fjölskyldan. Megin- hlutverk konunnar — að ala börn til viðhalds f jölskyldunni — gengur fyrir öllum persónu- legum óskum. Vestrænum konum var það mikill styrkur í jafnréttisbar- áttu sinni, að þær gátu unnið fyrir sér sjálfar. Japanskar kon- ur, sem leita frjálsræðis, fara eins að. Þessvegna hafa margar sveitastúlkur, bæði fyrir og eftir styrjöldina, leitað sér atvinnu í borgunum. En framfarirnar eru hægar. Skoðanakönnun 1948 leiddi í ljós, að af 100 konum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.