Úrval - 01.11.1954, Síða 19
Ævintýrið um manninn
í móðurkviði.
Við veröum til við sprengingu,
Grein úr „Vor Viden“,
eftir Erik Monster.
EGAR k j arn o r k u;sprengja
springur, spretta fram
keðjuviðbrögð, sem skekja
jörðina og lesin verða á land-
skjálftamæla víðast hvar í
heiminum. En vísindin þekkja
engu að síður önnur viðbrögð,
sem eru öflugri og áhrifameiri
en þessi. Voldugustu keðjuvið-
brögðin eru ekki eyðandi, held-
ur eflandi, og þau leiða af sér
flóknasta og dásamlegasta
,,skapnað“ náttúrunnar: manns-
líkamann.
,,Dramað“ byrjar í grindar-
holi móðurinnar, rakri og hlýrri
veröld, þar sem ávallt er dimmt.
Þar losnar í hverjum mánuði
frá öðru eggjakerfinu kven-
fruma, eggið, sem er svo smá-
gert, að fránustu augu fá naum-
ast greint það. En samt er það
xisavaxið í samanburði við
aðrar frumur líkamans.
Áður en eggið getur hrapað
og horfið inn á rnilli hinna
mörgu líffæra kviðarholsins,
sogast það inn í 2—3 mm. stóra
hvilft í enda legpípunnar, sem
teygir gráðuga fálmara niður
að eggjakerfinu. Örsjaldan
hendir það, að legpípan missir
af bráð sinni, og þá þroskast
fóstrið utan legsins. Konur geta
ekki fætt af sér svoleiðis fóstur.
Það verður að framkvæma
skjótan uppskurð til þess að
forða konunni frá lífhimnu-
bólgu, sem orsakast af þessum
,,aðskotahlut“ í holinu.
Þegar eggið er komið inn í
legpípuna, sækir það stöðugt
í átt til legsins — knúið áfram
af bylgjuhreyfingum í vöðva-
kerfi legpípunnar. Heilbrigð
kona myndar um það bil 400
egg frá kynþroskaaldri til
fimmtugs. Þau geta öll orðið
að nýjum einstaklingum, ef þau
bara frjóvgast af karlfrumu. En
venjulegast verður engin frjóvg-
un. Veggur legpípunnar eða
legsins leysir þau upp og svelg-
ir í sig, eða þau skolast burt við
tíðir.
Nauðsynlegt — en ekki nægi-
legt—skilyrði frjógvunar er, að
sáðlát verði í leggöngum kon-
unnar um líkt leyti og eggið
losnar. Ekki færri en 400 millj.