Úrval - 01.11.1954, Side 24
Draumarnir eiga sinn þátt í að lækna
sálina, segir sænskur sálfræðingur,
sem skrifar hér —
Um lœkningamátt drauma.
Eftir Gösta Norilquist.
TlMINN GRÆÐIR öll mein,
segjum við og huggum okk-
ur við það eftir föngum, þegar
við verðum fyrir einhverju áfalli
í lífinu. En hvernig græðir hann
meinin ? Maðurinn gleymir,
stjakar burtu eða hristir af sér
sorgina, segjum við. Það er góð
og gegn skýring, svo langt sem
hún nær, en sumum þætti kann-
ski fróðlegt að kynnast nánar
þeim öflum, sem eru að verki
þegar tíminn iðkar læknisstörf
sín.
Sálin býr, á sama hátt og lík-
aminn, yfir græðandi öflum. Ef
svo væri ekki, yrði lífið mönn-
unum oft á tíðum óbærilegt. Hér
á einnig við hið sama og um
líkamann, að sumir eru fljótir
að gróa sára sinna, aðrir ekki.
Þessum gróðraröflum í sál-
inni er hægt að fylgjast með
í draumalífinu, sem á sinn þátt
í lækningunni. Við skulum taka
algengt dæmi úr daglegu lífi:
Kona á fimmtugsaldri verður
ekkja. Sorgin og beiskjan lama
hana. Hún klifar í sífellu á því,
að hún geti aldrei orðið „mann-
eskja aftur“, og vísar eindreg-
ið á bug öllum tillögum sem
miða að því að sorg hennar
mildist, og hún byrji nýtt líf.
En svo vaknar hún einn morg-
un við það að líðan hennar er
gjörbreytt, hún er glöð í anda,
hefur fundið aftur fyrri mátt
sinn og horfir vongóðum augum
til framtíðarinnar.
Það rifjast upp fyrir henni
draumur, sem hana dreymdi um
nóttina, eitthvað á þessa leið:
Hún er önnum kafin við að
koma fyrir húsgögnum á heim-
ili sínu. Einhvernveginn eru
komin þangað alveg ný hús-
gögn. Margir hafa hringt til
hennar og hún bauð öllum heim
til sín.
Á einni nóttu hefur orðið sú
gjörbreyting á henni, að hún
hefur losnað við sorgina, sem
legið hefur eins og mara á henni
í heilt ár. En breytingin er ekki
eins snögg og hún virðist vera.
Ef konan hefði verið undir
hendi taugalæknis eða sálfræð-
ings, hefði mátt fylgjast með
því í draumum hennar, að í dul-
vitund hennar voru öfl að verki,
sem unnu að því að létta af
henni byrði sorgarinnar, þó að
hún hafi ekki orðið vör við þetta