Úrval - 01.11.1954, Síða 24

Úrval - 01.11.1954, Síða 24
Draumarnir eiga sinn þátt í að lækna sálina, segir sænskur sálfræðingur, sem skrifar hér — Um lœkningamátt drauma. Eftir Gösta Norilquist. TlMINN GRÆÐIR öll mein, segjum við og huggum okk- ur við það eftir föngum, þegar við verðum fyrir einhverju áfalli í lífinu. En hvernig græðir hann meinin ? Maðurinn gleymir, stjakar burtu eða hristir af sér sorgina, segjum við. Það er góð og gegn skýring, svo langt sem hún nær, en sumum þætti kann- ski fróðlegt að kynnast nánar þeim öflum, sem eru að verki þegar tíminn iðkar læknisstörf sín. Sálin býr, á sama hátt og lík- aminn, yfir græðandi öflum. Ef svo væri ekki, yrði lífið mönn- unum oft á tíðum óbærilegt. Hér á einnig við hið sama og um líkamann, að sumir eru fljótir að gróa sára sinna, aðrir ekki. Þessum gróðraröflum í sál- inni er hægt að fylgjast með í draumalífinu, sem á sinn þátt í lækningunni. Við skulum taka algengt dæmi úr daglegu lífi: Kona á fimmtugsaldri verður ekkja. Sorgin og beiskjan lama hana. Hún klifar í sífellu á því, að hún geti aldrei orðið „mann- eskja aftur“, og vísar eindreg- ið á bug öllum tillögum sem miða að því að sorg hennar mildist, og hún byrji nýtt líf. En svo vaknar hún einn morg- un við það að líðan hennar er gjörbreytt, hún er glöð í anda, hefur fundið aftur fyrri mátt sinn og horfir vongóðum augum til framtíðarinnar. Það rifjast upp fyrir henni draumur, sem hana dreymdi um nóttina, eitthvað á þessa leið: Hún er önnum kafin við að koma fyrir húsgögnum á heim- ili sínu. Einhvernveginn eru komin þangað alveg ný hús- gögn. Margir hafa hringt til hennar og hún bauð öllum heim til sín. Á einni nóttu hefur orðið sú gjörbreyting á henni, að hún hefur losnað við sorgina, sem legið hefur eins og mara á henni í heilt ár. En breytingin er ekki eins snögg og hún virðist vera. Ef konan hefði verið undir hendi taugalæknis eða sálfræð- ings, hefði mátt fylgjast með því í draumum hennar, að í dul- vitund hennar voru öfl að verki, sem unnu að því að létta af henni byrði sorgarinnar, þó að hún hafi ekki orðið vör við þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.