Úrval - 01.11.1954, Page 32
Stórmerk nýjung í
fiskveiðum:
ítafmagnsveiðar í sjó.
Grein úr „Science News Letter“,
eftir Edwin Muller.
LÍTILL fiskibátur lá við fest-
ar í Norðursjónum skammt
frá Hamborg. Skammt frá hon-
um voru tveir belgir, 20 metra
hvor frá öðrum. Belgirnir lágu
við stjóra og neðan í þeim, á
nokkru dýpi, hengu málmplöt-
ur, og lágu rafmagnsleiðslur
frá þeim til bátsins. Plöturnar
voru tvö rafskaut. Á þilfari
bátsins sátu tveir menn fyrir
framan skerm, svipaðan og á
sjónvarpstæki.
Öðru hvoru barst lítill skuggi
yfir skerminn — og gaf það til
kynna, að fiskur væri að synda
milli platnanna. Skermurinn var
hluti af „fisksjá", sem nú er
mikið farið að nota í fiskibátum.
Allt í einu birtist skuggaþyrp-
ing á skerminum — það var
fiskitorfa. Annar maðurinn ýtti
á rofa og það heyrðist suð.
Niðri í sjónum tók rafmagn að
streyma milli rafskautanna.
Það kom ókyrrð á fiskana og
þeir syntu í hringi, en svo var
eins og þeir áttuðu sig og syntu
allir að annarri plötunni, en á
bak við hana var net. Brátt
höfðu þúsundir þeirra ánetjast.
Þetta var tilraun, sem þýzki
vísindamaðurinn dr. Konrad
Kreutzer stóð fyrir. Ef hægt
reynist að láta þessa veiðiaðferð
svara kostnaði, kann svo að fara
að hún eigi eftir að valda bylt-
ingu í fiskveiðum.
Aðferðin byggist á því, að
fiskur, sem lendir í rafstraum á
leið milli tveggja rafskauta, er
knúinn til að snúa hausnum í
átt til hins viðlæga (pósitífa)
rafskauts. Ef straumstyrkleik-
anum er breytt hæfilega með
tiltekinni tíðni, hefur hann þau
áhrif á vöðvana í sporði fisks-
ins, að þeir dragast saman og
slakna til skiptis og knýja fisk-
inn í áttina til rafskautsins. Til-
tekin spenna knýr fiskinn á-
fram, sé hún aukin, lamast
hann, og sé hún enn aukin,
drepst hann.
Hægt er að ráða því hve stór-
ir fiskar eru reknir inn í netið.
Því stærri sem fiskurinn er, því
minni straum þarf. Þannig er
hægt að velja stærstu fiskana
úr torfu en láta smælkið eiga
sig.
Þessi veiðiaðferð er hag-
kvæmari í fersku vatni en sjó,
því að sjórinn leiðir betur raf-