Úrval - 01.11.1954, Page 34
32
ORVAL
sem aftur eru. næring fyrir
stærri fiska, svo sem aborra o.fl.
Sumir bændur segjastfámeiri
uppskeru úr tjörnum sínum en
af jafnstóru akurlendi.
í Austurlöndum hefur fiski-
rækt verið stunduð öldum sam-
an. f Kína og suðaustur Asíu
er árleg uppskera úr fiskitjörn-
um um hálf milljón lesta, mest
vatnakarfi. Viðkoma hans er
mikil og vöxturinn ör: 700 til
900 kg af hektara á ári er ekki
óalgengt. Fiskitjarnir með
vatnakarfa eru einnig algengar
í Evrópu og víðar þar sem skort-
ur er á annarri eggjahvíturíkri
fæðu.
Um fimmtungur af öllum
fiski, sem veiðist, er úr fersku
vatni, þó að fiskmagnið í fersk-
vötnum jarðarinnar sé ekki
nema örlítið brot af því sem er
í sjónum.
Skipstjóri í brezka flotanum
segir frá því, að hann hafi fund-
ið síldartorfu, sem var fjórar
mílur á lengd og tvær á breidd
og svo þykk, að hún var eins
og þéttur massi. Árlega eru
veiddar um 50.000.000.000 sílda
í heiminum og verður þó ekki
séð að neitt gangi á stofninn.
Af makríl er einnig mikil
mergð í sjónum. Mæld hefur
verið makríltorfa, sem var 20
mílur á lengd og hálf míla á
breidd. Síld og makríll eru upp-
sjávarfiskar og er því unnt að
gera sér nokkra grein fyrir
mergð þeirra í sjónum. Um
djúpsjávarfiska var allt meira
á huldu, þangað til fisksjáin
kom til sögunnar.
Áður fyrr, og raunar víða enn,
renndu fiskimenn blint í sjóinn.
Þeir áttu sín mið, sem reynsl-
an hafði kennt þeim að væru
fiskisæl. Nú eru flest nýtízku
fiskiskip búin dýptarmælum eða
fisksjám, sem hægt er að finna
með fiskitorfur í sjónum. Fiski-
maðurinn leggur ekki net sín
fyrr en hann hefur fundið fisk-
inn með þessum tækjum sínum.
Með þessu móti verða veiðarn-
ar miklu öruggari.
í heimsstyrjöldinni síðarí
fundu vísindamenn, sem voru að
gera dýptarmælingar út af
strönd Kaliforníu, lag af ein-
hverju, sem var á hreyfingu og
náði yfir 300 fermílna svæði.
Seinna fundust fleiri slík lög,
allt frá Pearl Harbor og norð-
ur fyrir heimskautsbaug. Og nú
er sífellt verið að finna fleiri
slík lög í úthöfum heimsins.
Enginn veit enn með vissu hvað
er í þessum lögum. Sumir ætla
að það sé fiskur. Aðrir að það
sé kolkrabbi, sem þykir lostæti
á ítalíu og víðar. En hvað sem
það er, sé það aðeins ætilegt,
væri þar fundinn nægilegur mat-
ur til að ala nokkrum sinnum
fleira fólk en nú byggir jörðina.
Því betur sem við kynnumst
sjónum, því augljósara verður
hve geysiauðugt dýralífið í hon-
um er. Af 16000 sjávar fiskiteg-
undum, sem þekktar eru, notar
maðurinn aðeins 200 sér til mat-
ar. Og aðeins sjö tegundir eru