Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 40
38
tJR VAL
getum við brýnt það fyrir okk-
ur, að við búum við lögmál okk-
ar þjóðfélags, engu síður en Ar-
abar eða Lappar. Undir því, sem
okkur virðist fáránlegar öfgar,
býr sams konar ótti og sömu
þrár. 1 öllum þjóðfélögum er
reynt að finna lausn á helztu
vandamálum mannlegs samfé-
lags. Til dæmis má nefna út,-
rýmingu ofbeldis, verndun ein-
staklings og fjölskyldu, örfun
sköpunarþrár og heftun kynlífs.
Lausn þessara vandamála hef-
ur heppnazt eða misheppnazt og
fer það eftir kringumstæðum,
bæði sögulegum og landafræði-
legum.
Þetta skiljum við enn betur,
ef við íhugum okkar eigin for-
tíð. Af happasæld og mistökum
okkar eigin þjóðar þróast sú
auðmýkt hugans, sem þarf til
að meta líf ólíkra þjóða við ó-
líkar aðstæður, sem þarf til að
skilja hina djúprættu mannúð,
sem tengir okkur öll. Viðhorf
okkar til þjóðfélagsins eru ekki
aðeins einkennandi fyrir okkur,
þau eru einkennandi fyrir mann-
inn yfirleitt. Arfleifð mannsins
er ást og hatur, ótti, gleði og
harmur, þörfin til að skapa og
þjóna öðrum, barátta og ótti við
líf og dauða. Allt þetta er hvar-
vetna til, þó að okkur sjáist
yfir það við fyrstu sýn.
E. H. þýddi.
FJARSTÆÐA!
Lög'regluþjónninn á þjóðveg'inum, tók upp vasabókina sína og
brosti kankvís: „Þér ókuð með sjötíu km. hraða á klukku-
stund, ungfrú. Þér vitið að það er ekki leyfilegt."
„Hvað segið þér! Sjötíu km. á klukkustund ?“ sagði hún og
stóru kringlóttu augun og opinn munnurinn lýstu undrun og
sakleysi. „Nei, nú eruð þér að gera að gamni yðar. Það eru ekki
nema fimm mínútur siðan ég fór að heiman!"
— Sun.
★
TORTRYGGNI í PARADlS.
Dag nokkurn kyssti Adam Evu sína og sagðist ætla út í
skóg að veiða. Hann kom ekki aftur fyrr en að kvöldi næsta
dags — og þá tómhentur.
„Mér dettur ekki i hug að trúa því, að þú hafir verið að
veiða,“ sagði Eva tortryggin.
„Hvað heldurðu ég hafi verið að gera? Þú veizt vel, að við t.vö
erum einu manneskjurnar á jörðinni.“
Eva þagði við og talaði fátt það sem eftir var dagsins. Urn
kvöldið þegar Adam var sofnaður, horfði hún lengi á hann
tortryggnum augum. Svo læddist hún til að telja í honum rif-
beinin ... — Allt.