Úrval - 01.11.1954, Side 41
jYIeðal frnmstæðra þjóða, t. d. á
Kyrrahafseyjum og í Ástralíu
ríkti til skamms tíma sterk —
Trá á bannhelgi og töfra.
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Erland Ehnmark.
Ibyrjun ársins 1789 var
landkönnuðurinn og sæfar-
inn James Cook staddur á
Hawaii. Hann hafði á undan-
förnum 20 árum kortlagt aust-
urströnd Ástralíu, siglt kring-
um Nýja Sjáland, kannað rnik-
inn hluta af Ozeania — eyjum
Kyrrahafsins — og gert fyrstu
sjókortin af Kyrrahafinu til
ómetanlegs gagns fyrir sæfar-
endur.
Móttökurnar sem hann fékk
á Hawaii voru með nokkuð sér-
stökum hætti. I helgisögnum
eyjarskeggja er sagt frá því,
að herguðinn Rongo hafi einu
sinni lifað hér á jörðinni. En
hann yfirgaf áhangendur sína
og sigldi á haf út í eintrján-
ing. Áður en hann fór hafði
hann orð á því, að hann mundi
koma aftur, og þá siglandi á ein.
trjáningi með vængjum. Þegar
eyjarskeggjar sáu hina miklu
freigátu Cooks undir þöndum
seglum, voru þeir ekki í vafa
um, að hér væri hinn vængjaði
eintrjáningur Rongos kominn.
Og hver gat verið stjórnandi
hans annar en Rongo?
I samræmi við þetta var Cook
tekið eins og guði. Um leið og
hann steig á land af skipi sínu,
gengu prestarnir fyrir hann,
tilkynntu að Rongo væri stiginn
á land og buðu fólkinu að hylla
guðinn. Honum voru færðar
fórnir, síðan var hann leiddur
að tveim guðalíkneskium, sett-
ur milli þeirra og krýndur blóm-
sveigum eins og þau.
Því miður varð Cook á al-
varleg skyssa. Hann gaf mönn-
um sínum skipun um að rífa
niður girðingu umhverfis must-
eri til eldsneytis. Þetta vakti
ákafa gremju — var litið á það
sem helgispjöll. Ein sagan, sem
ætla má að sé sönn, segir að
einn eyjarskeggja hafi fengið
grun um, að ekki væri allt með
felldu um guðdóm Cooks. Hann
ákvað að sannprófa grun sinn
og barði Cook í hnakkann með
lurk. Cook æpti af sársauka, og
þá sannfærðist maðurinn um,
að hann væri svikari, því að
ekki gæti svona högg valdið
neinum guði sársauka. Hann sló
því aftur og Cook hneig niður
dauður.