Úrval - 01.11.1954, Page 56
Forn dyggð hafin til
vegs að nýju.
ÓboSnir gestir í heimsókn.
Grein úr „The Christian Science Monitor",
eftir Grady Johnson.
INM ANALEIKI er af-
”-®-J sprengi letinnar“, var
orðtæki móður minnar. „Það
er til fullt af fólki í heiminum,
sem er eins og ég: það þarf
að hafa einhvem til að tala við.
Þegar ég er einmana, er ráð
mitt að fara í heimsókn." Og
þegar sá gállinn var á henni,
hóaði hún saman strákunum
sínum fjórum og arkaði af stað
með þá í heimsókn til einhvers
vinafólks, án þess að gera
nokkur boð á undan sér. „Fólk,
sem ekki getur tekið á móti
mér nema með fyrirvara, er
ekki að mínu skapi,“ var hún
vön að segja. ,
Mér flugu þessi orð móður
minnar í hug einn sunnudag í
fyrra þegar ég hafði ekkert að
gera og óskaði þess, að kon-
an mín hefði boðið einhverjum
vinum okkar að koma í heim-
sókn. Hvað var orðið af þess-
um gamla og góða sið ? Svo
virtist sem hann væri með öllu
gleymdur, fólk væri hætt að
hittast nema á förnum vegi eða
við hátíðleg heimboð.
Við hjónin fórum að velta því
fyrir okkur hve margir af vin-
um okkar sætu nú heima ein-
ir, með löngun til að blanda
geði við aðra án þess að koma
sér að því að fara í heimsókn
óboðnir. Ef til vill hefðu þeir
einnig löngun til að hitta fólk
án þess að þurfa að bjóða til
veizlu eða borga barnagæzlu.
í gestabókinni okkar voru
nöfn sextíu fjölskyldna, þar
með taldir ættingjar, sem við
vildum halda kunningsskap við.
Með kvöldboðsfyrirkomulaginu
— orðið sjálft vakti óbeit hjá
okkur —- mátti gott heita ef
við gætum hitt hverja um sig
einu sinni á ári. Það mundi
kosta okkur nokkur þúsund
krónur í beinhörðum pening-
um til veizluhalda og barna-
gæzlu — og ekki aðeins okkur,
heldur kunningjana líka. Sumt
af þessu fólki höfðum við ekki
séð í hálft annað ár. Vorum við
að slíta sambandi við það —
eða það við okkur — vegna
þess að öfugsnúnar umgengnis-
venjur höfðu tekið völdin í lífi
okkar ?
Við veltum ekki vöngum yf-