Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 59
ÓBOÐNIR GESTIR I HEIMSÓKN
57
stór,“ segir einhver við ykkur,
eða þið við einhvern. Það er
þörf áminning um, að lífið hef-
ur lítið annað að bjóða en tíma,
og að þið hafið eytt of miklu
af honum án samneytis við góða
vini — sem líkjast ykkur að því
leyti, að þeir finna einnig á-
nægju í því að blanda geði við
annað fólk.
Stutt lexía í hagnýtri heimspeki efitr
kunnasta núlifandi heimsspeking’
Breta.
Þekking og vizka.
Grein úr „The Listener“,
eftir Bertrand Bussel.
FLESTIR munu sammála um,
að enda þótt öld vor taki
öllum fyrri öldum fram um
þekkingu, hafi ekki verið um
hliðstæðar framfarir að ræða í
vizku. En ef vér gerum tilraun
til að skilgreina hvað sé vizka
og leitum ráða til að efla hana,
erum vér ekki lengur á eitt sátt-
ir. Ég ætla hér á eftir að leit-
ast við að svara því hvað sé
vizka og síðan hvað sé hægt að
gera til að kenna hana.
Það eru nokkur meginatriði
sem stuðla að vizku. Eitt þeirra
og það sem ég vil nefna fyrst
er rétt mat á gildi hlutanna:
hæfileikinn til að taka með í
reikninginn alla mikilvæga þætti
í viðfangsefni og meta hvern
um sig í samræmi við gildi sitt.
Þetta er orðið örðugra en áður
vegna þess hve víðtækrar og
flókinnar sérþekkingar er kraf-
izt af sérfræðingum á ýmsum
sviðum. Gerum t. d. ráð fyrir
að ég sé að fást við vísinda-
legar rannsóknir í læknisfræði.
Verkið er erfitt og líklegt, að
það útheimti alla athygli mína
og hæfileika. Ég hef engan tíma
til að hugleiða þau áhrif, sem
uppgötvanir mínar eða uppfinn-
ingar kunna að hafa utan við
svið læknisfræðinnar. Segjum að
mér takist (eins og læknavís-
indunum hefur þegar tekizt) að
lækka stórlega bamadauðann,
ekki einungis í Evrópu og
Ameríku, heldur einnig í Afríku
og Asíu. Þetta hefur þau áhrif,
sem alls ekki var tilætlast, að
matvæli verða ónóg og lífskjör-
um hrakar í þéttbýlustu löndum