Úrval - 01.11.1954, Síða 62
60
tTR VAL
hata þá, sem vinna illvirki, en
ég er ekki þeirrar skoðunar.
Ef vér hötum þá, er ekkert lík-
legra en að vér verðum jafn-
miklir illvirkjar. Og borin von
er, að vér fáum þá til að bæta
ráð sitt. Að hata hið illa er á
vissan hátt að vera bundinn því.
Skilningurinn einn getur vísað
oss veginn, hatrið aldrei. Ég er
ekki að ráða mönnum til að
sýna enga mótstöðu. En ég
segi, að ef mótstaða á að hafa
áhrif í þá átt að koma í veg
fyrir útbreiðslu hins illa, verð-
ur að fylgja henni sá mesti
skilningur og sú minnsta vald-
beiting sem nauðsynleg er til
þess að hið góða, sem vér vilj-
um varðveita, lifi.
Því er þrátt haldið fram, að
skoðun eins og þessi sé ósam-
rýmanleg skjótum aðgerðum.
Ég held að sagan sýni hið gagn-
stæða. Elísabet I. Englands-
drottning og Hinrik IV. Frakka-
konungur lifðu bæði á tímum
mikils ofstækis, sem ríkti jafnt
í hópi kaþólskra manna og lút-
erskra. En hvorugt þeirra lét
ánetjast þessari villu síns tíma
og báðum tókst með því að
koma miklu góðu til leiðar og
vissulega var hvorugt þeirra
aðgerðarlaust. Abraham Lincoln
háði mikla styrjöld án þess að
missa nokkurn tíma sjónar á því
sem ég kalla vizku.
Ég hef haldið því fram, að
vizku sé hægt að kenna að vissu
marki. Ég held að í þeirri
kennslu eigi vitsmunirnir að
skipa meira rúm en venjan hef-
ur verið í siðrænni fræðslu
hingað til. I almennri þekking-
arfræðslu er hægt að benda á
hinar skelfilegu afleiðingar hat-
urs og þröngsýni fyrir þá sem
bera í brjósti slíkar tilfinning-
ar.
Ég tel óráðlegt að halda 4
þekkingu og siðgæði um of að-
greindu. Það er rétt, að sú teg-
und sérfræðiþekkingar, sem
nauðsynleg er til ýmissa starfa,
á lítið skylt við vizku. En með
kennslu hennar ætti að fylgja
víðtækari fræðsla þannig að sér-
fræðingurinn fái rétta mynd af
því hlutverki, sem starf hans
skipar í heildinni. Jafnvel beztu
tæknisérfræðingar ættu einnig
að vera góðir þegnar; og þegar
ég segi ,,þegnar“ á ég ekki við
þegna sérstakrar þjóðar heldur
alls heimsins. Með vaxandi
þekkingu og tæknikunnáttu
verður þörfin á vizku brýnni,
því að með hverri slíkri aukn-
ingu verður geta mannsins til
illra verka meiri, ef vizkuna
vantar. Mannkynið hefur meiri
þörf fyrir vizku nú en nokkru
sinni fyrr; og ef þekkingin held-
ur áfram að vaxa, verður sú þörf
enn brýnni í framtíðinni.
□---□