Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 68
'66
tjRVAL
UÐVITAÐ ætluðum við
Margareta að unna hvort
öðru frelsis í hjónabandinu. Frá
heimilum okkar höfðum við
bæði bitra reynslu af því hvern-
ig umburðarleysi í þeim sökum
elur á ósannindum, hræsni og
úlfúð. Hjónaband okkar átti
ekki að verða þannig. Við ætl-
uðum ekki að rækta „forboðna
ávexti“. Ást okkar var nógu
sterk til þess að umbera eitt og
eitt holdlegt víxlspor.
Þetta voru ekki innantóm orð
hjá okkur. Við vildum í raun
og veru haga samlífi okkar
þannig. Við vorum sannfærð um
réttmæti þessarar skoðunar
okkar. Þegar Margareta sagði:
„En þú yrðir nú afbrýðisamur,
ef ég háttaði hjá öðrum karl-
manni,“ svaraði ég af sannfær-
ingu: „Það væri þá einungis
sönnun þess, að ég elskaði að-
eins sjálfan mig.“ En þessi sann-
færing mín stóðst ekki dóm
reynslunnar. Ó, að sú reynsla
hefði ekki orðið eins sár og
raun varð á!
Þegar við höfðum verið gift
í fjögur ár, sat ég föstudags-
kvöld eitt í ágúst heima í dag-
stofunni okkar og var að bíða
eftir að Margareta kæmi heim.
Ég var fullur tilhlökkunar, því
að ég hafði ekki séð hana í sex
vikur. Hún hafði farið í verzl-
unarferð ásamt einum starfs-
bróður sínum. Og í kvöld átti
ég von á henni heim. Við höfð-
um aldrei fyrr verið svona lengi
aðskilin, og ég hafði útbúið
veizluborð til að fagna henni.
Hún kom, og það var unaðs-
legt að heyra hlátur hennar og
finna faðmlög hennar. Þetta
varð mikil fagnaðarhátíð; við
vorum eins og nýtrúlofuð, og
þegar við loks hvíldum í örmum
hvors annars vorum við ölvaðri
af sælu endurfundanna en af
rauðvíninu. Hin unaðslegu atlot *
Margaretu fóru eins og heit
bylgja um mig, og mér fannst
ég aldrei fyrr hafa gert mér
grein fyrir hve heitt ég elskaði *
hana.
Á eftir, þegar við lágum hlið
við hlið og nutum fullsælunn-
ar, sagði Margareta allt í einu:
„Nú veit ég, að smávegis ást-
arævintýri getur engin áhrif
haft á ást okkar. Um skeið
hugsaði ég mikið um það, hvort
tilfinningar þínar í minn garð
hefðu breytzt eftir ævintýri þitt
í sumarleyfinu í fyrra, en nú
veit ég hvernig . . .“
,,Hvað!u
r
T^G varð svo furðu lostinn, að
-•Lí ég gat ekki sagt meira. Mig
hafði aldrei grunað, að Marga-
reta vissi um það. Sjálfur hafði
ég gleymt því strax.
„Jú, ég hef vitað það allan
tímann. I fyrstu var ég dálítið
áhyggjufull, en nú veit ég hvað
þessháttar skiptir litlu máli. Ég
lenti nefnilega sjálf í svolitlu
ævintýri í ferðinni.“
Hún hló og bætti við: „Það
er eiginlega hlægilegt, að það