Úrval - 01.11.1954, Page 77

Úrval - 01.11.1954, Page 77
STÓRMEISTARAR SKÁKLISTARINNAR 75 til að vinna. En Lasker var sál- fræðingur og tefldi nú einhverja ágætustu skák sína. Þegar í sjötta leik fór hann í drottn- ingakaup og kom það Capa- blanca svo úr jafnvægi, að sjónarvottar segja að hann hafi verið eins og dáleiddur. Lasker neyddi hann til að tefla andstætt því sem honum var eiginlegt, unz hann missti al- gerlega tök á skákinni. Áhorf- endur fylgdust með einvíginu með öndina í hálsinum, og þeg- ar Capablanca velti kóngi sín- um til merkis um uppgjöf, lustu þeir upp fagnaðarópum. Capablanca fékk uppreisn í Havana árið 1921. Lasker var illa fyrir kallaður, í ókunnugu landi, skyldi ekki málið og þoldi ekki matinn. Þegar þar var komið í keppninni, að Capa- blanca var öruggur um sigur, gafst Lasker upp vegna sjúk- leika og þar með lauk hinum glæsilega skákferli hans. Séu til skákguðir, þá hefur Capablanca verið eftirlæti þeirra. Þeir tímar voru þegar hann gleymdi því næstum að hann gæti tapað skák. Hann lét sig skákkenningar litlu varða og las aldrei skákbækur. Enginn hefur nokkru sinni geng- ið jafnilla undirbúinn til keppni á hinum stærstu mótum, en hon- um brást ekki snillin. Það var haft á orði, að hann þyrfti að- eins að rétta fram höndina og fingurnir sæju um að leika bezta leikinn hverju sinni. Eitt sinn þegar hann var drengur horfði hann á föður sinn tefla. Tilfærsla taflmann- anna vakti áhuga hans. Dag- inn eftir horfði hann einnig á. Þriðja daginn lék faðirinn — sem var byrjandi — af sér með riddara. Drengurinn fór að hlæja og kvaðst geta leikið betur. Faðirinn tók hann á orð- inu — og tapaði fyrir syni sín- um, sem aldrei hafði teflt fyrr. Drengurinn var þá fjögra ára! Tólf ára gamall varð hann skákmeistari Kúbu og varð strax eftirlæti þjóðar sinnar. Hann hætti háskólanámi til að helga sig skákinni eingöngu. Á tveggja mánaða skákferðalagi um Bandaríkin sló hann öll met í fjöltefli. Hann vann 168 skákir áður en hann tapaði einni af 22 í Minneapolis! En Capablanca var ekki fyrr orðinn heirnsmeistari en nýr skáksnillingur kom fram á sjónarsviðið, Rússinn Alexander Alekhine, sem vann af honum titilinn sex árum síðar. Eftir þetta var sem guðirnir tækju að bregðast eftirlæti sínu, og eitt sinn er hann heimsótti hinn kunna skákklúbb Manhattan varð hann skyndilega veikur. Hann hneig meðvitundarlaus niður við skákborðið og dó morguninn eftir, 42 ára gamall. Arftaki hans, Alekhine, er að áliti Reinfelds glæsilegasti og fjörmesti skákmaður og mestur listamaður í skákheiminum, sem uppi hefur verið. Hann til-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.