Úrval - 01.11.1954, Síða 79

Úrval - 01.11.1954, Síða 79
STÖRMEISTARAR SKÁKLISTARINNAR 77 fjórum. Keppnin stóð frá klukk- an 8 að kvöldi til 6 að morgni og mun hafa orðið Alekhine harðsóttari en hann bjóst við, því að hann hafði reiknað með að henni yrði lokið klukkan 2. Annað fjöltefli tefldi hann við 10 beztu skákmenn landsins, vann hann 8, tapaði 1 og gerði eitt jafntefli. Sá sem vann Alek- hine var Hannes Hafstein, á- gætur skákmaður, sem nú er látinn. Jafnteflið gerði Einar Þorvaldsson. Eftir 1930 gerðist Alekhine drykkfelldur. Það var tilraun til að létta þá ofurmannlegu byrði, sem hann lagði á sig bæði andlega og líkamlega. Hann var á sífelldum ferðalögum, frá einni keppni til annarrar og unni sér aldrei nægilegs svefns. Hann tók þátt í þúsund skák- mótum eða jafnmörgum og Lasker og Capablanca til sam- ans. Drykkjuskapurinn lamaði hann. Nýir keppinautar komu fram. Ungir menn þola að tapa, en ef heimsmeistari tapar er öllu glatað. Alekhine barðist örvæntingarfullri baráttu við að halda velli, en enginn má sköp- um renna, og 1935 varð hann að láta heimsmeistaratitilinn af hendi við Hollendinginn dr. Euwe. Alekhine var þá 42 og Euwe 34. Síðasta dag keppn- innar voru áhorfendur 2000. Klukkan 11 reis Alekhine á fæt- ur, benti með skjálfandi hendi á skákborðið og kvaðst gefa skákina. Myndaljósin blossuðu, kvikmyndavélarnar suðuðu og fagnaðarlætin skullu yfir skák- meistarana, sem stóðu í miðjum salnum, báðir með tárin í aug- unum. Alekhine var orðinn drykkju- maður og það er ekkert leynd- armál, að hann mætti oft ölv- aður til keppni. En jafnvel þannig á sig kominn tefldi hann betur en flestir aðrir. Eftir ósigurinn fyrir dr. Euwe fór Alekhine í bindindi og tókst að halda það í nokkur ár, og 1937 sigraði hann Euwe og varð aft- ur heimsmeistari — og er slíkt einsdæmi í skáksögunni. En svo tók aftur að halla undan fæti fyrir Alekhine, hann varð sem skuggi af sjálfum sér og hneigðist til eiturlyfja. Lýsing portúgalska skákmeistarans Lupi af síðustu fundum þeirra er átakanleg. Það var kvöld í Lissabon 1946. Alekhine stóð á tröppunum þegar Lupi kom heim. „Hann greip skjálfandi höndum í frakkakraga minn og sagði með rödd sem ég gleymi aldrei: Lupi, einveran er að drepa mig. Eg verð að finna líf í kringum mig. Ég er búinn að gatslíta gólffjölunum í her- berginu mínu. Farðu með mig á einhvern næturklúbb.“ Þar sátu nú þessir tveir vinir og hlustuðu á þunglyndislega tangóa. Það var í síðasta skipti sem Alekhine fann líf í kring- um sig. Tveim dögum seinna var Lupi vakinn; eitthvað hafði komið fyrir ,,dr. Alex“. I hótel-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.