Úrval - 01.11.1954, Síða 80

Úrval - 01.11.1954, Síða 80
78 ÚR VAL herberginu sat Alekhine í stól sínum — rólegur eins og hann svæfi, en í öðru munnvikinu var dálítil froða. Hjartaslag hafði bundið enda á ííf hins mikla skákmeistara. Arftaki Alekhines, Hollend- ingurinn Max Euwe, er gjör- ólíkur honum. Hann hefur aldrei gert skákina að hjáguði sínum, en starfað alla tíð sem kennari og síðar skólastjóri. Hann hefur, eins og Anderssen, aðeins helgað skákinni tóm- stundir sínar og orðið að mæta til keppni án þeirrar þjálfunar og undirbúnings, sem aðrir hafa getað fórnað tíma í. Það er ekki sá ævintýraljómi yfir Euwe, sem stafar frá öðrum stórmeistur- um skáksögunnar, en hann er ef til vill mannlegastur og heil- brigðastur þeirra allra. Hann er hávaxinn, líkamlega þjálfaður, góður sundmaður og hnefaleik- ari, hefur flugmannspróf og er doktor í stærðfræði, kvæntur og þriggja barna faðir. I framkomu er hann einkar aðalaðandi, menntaður og víðsýnn og nýt- ur mikils álits allra sem þekkja hann. Af vinnuafköstum hans fara hinar ótrúlegustu sögur. Eftir hann liggja þúsundir blaðagreina og margar kennslu- bækur í skák. Euwe kom til Islands árið 1948 og dvaldi hér í hálfan mánuð. Tefldi hann m. a. á skákmóti við 5 beztu skákmenn landsins. Euwe vann keppnina með 3l/> vinning (gerði tvö jafn- tefli), næstir voru Ásmundur Guðmundsson og Guðmundur Pálmason með 3 vinninga hvor. Hann varð Hollandsmeistari 1921 og seinna alþjóðlegur stórmeistari. Sigurinn yfir Alekhine var hátindur á skák- ferli Euwe. Síðan hafa skipts á sigrar og ósigrar, en Euwe er enn í hópi fremstu skák- manna heimsins. Eftir lát Alek- hines varð Rússinn Botvinnik heimsmeistari og er það enn. Skákin á sér árþúsunda sögu, en það er ekki fyrr en á síð- ustu öld, að hún varð almenn- ingseign, og nú stunda hana milljónir manna um allan heim. Allir sem hafa yndi af að tefla í tómstundum sínum standa í þakkai’skuld við hina miklu meistara, sem hér hefur verið sagt frá. Það gjald sem skák- snillingarnir hafa orðið að greiða fyrir ástríðu sína hef- ur oft verið hátt. En þeir hafa látið eftir sig arf, sem við ávöxtum í hvert skipti sem við setjumst við skákborðið til þess að reyna kraftana í hinu æva- forna spili, sem á svo margan hátt endurspeglar lífið sjálft, baráttu þess, sigra og ósigra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.