Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 81
Evrópimiönnum er nauðsyn að skilja
Ameríkumenn. Hér er gerð tilraun
til að svara spurningunni:
Hversvegna eru Ameríknmenn svona?
Grein úr „Verden Idag“,
eftir Helmuth Gottschalk.
r
A ÐUR en ungur Ameríkumað-
ur fer út í atvinnulífið eða
velur sér sérnám, fer hann
gjarnan eitt eða tvö ár í cóllege,
sem mun svara til síðasta vetrar
í menntaskóla eða fyrsta vetrar
í háskóla í Evrópu. Það eru
ekki aðeins börn efnafólks, sem
fara í college; margir vinna fyr-
ir sér í sumarleyfinu eða sam-
hliða námi. Námsefni college-
stúdenta kemur oss Evrópu-
mönnum oft undarlega fyrir
sjónir. Eitt árið leggja þeir
kannski stund á gríska menning,
hollenzka þjóðdansa og nútíma
ensku. Næsta ár ef til vill
stjörnufræði, franska málara-
list, leikrit Shakespeare (þau
helztu) og nútíma sálarfræði.
Arangurinn svarar gjarnan til
blöndunnar í amerísku síldar-
salati. Gott próf í grískri menn-
ingu er engin trygging fyrir því,
að hinn ungi „háskólaborgari"
þekki muninn á Sókratesi, Sólon
og Sófóklesi. Og ekki er víst, að
allir, sem sótt hafa skyndinám-
skeið í sálafræði, séu svo sterkir
í termínólógíu (heitum) hennar,
að þeir viti, að orðin organisme
(lífvera) og orgasme (kyn-
blossi) eru ekki það sama.
Enski mannfræðingurinn Geof-
frey Gorer, sem skrifað hefur
bók um Ameríkumenn, reynir að
skýra ýmis þesskonar fyrir-
brigði í amerísku þjóðlífi. En
ekki aðeins hann, heldur einnig
amerískir mannfræðingar, eins
og t. d. Margaret Mead og Ruth
Benedict, hafa á seinni árum
bent á hve margt er ólíkt með
Ameríkumönnum og Evrópu-
mönnum og hversvegna.
Crreining verkefna.
Þau dæmi, sem nefnd eru hér
að framan, eru að áliti Gorers
afleiðing þeirrar amerísku að-
ferðar að skipta öllum vanda-
málum, úrlausnarefnum og
verkefnum í sem auðveldastar
og auðskiljanlegastar einingar,
jafnt á sviði tækni sem menn-
ingarmála. Þessi „sundurgrein-
ing“ hefur haft geysimikil áhrif
á hina öru tækniþróun og batn-
andi lífskjör í Bandaríkjunum.
Ekki þarf annað en minna á
færibandatæknina til þess að