Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 91

Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 91
JÁTVARÐUR SIGURSÆLI 89 ir.“ Lovísa var yfir sig hrifin og beið með eftirvæntingu þess sem næst mundi gerast. Kötturinn reis á fætur og gekk hægt að öðrum gafli sóff- ans, settist þar aftur og hlust- aði dáiitla stund; og allt í einu stökk hann niður á gólfið og upp á píanóbekkinn við hliðina á henni. Þar sat hann og hlust- aði frá sér numinn á sonnett- una, og nú var hann ekki leng- ur eins og í leiðslu, heldur sat uppréttur og starði með stórum, gulum augunum á fingur Lo- vísu. ,,Jæja, svo að þú ert kominn hingað til mín!“ sagði hún um leið og hún sló á síðustu nótuna. Hún strauk kettinum. ,,Þetta lag var eftir Liszt,“sagði hún. ,,Sum lögin hans eru ósköp ómerkileg, en stundum tókst honum líka vel upp.“ Síðan fór hún að leika næsta lag, en það var ,,Kinderszenen“ eftir Schumann. En þá brá svo við, að kött- urinn flutti sig aftur yfir á sóff- ann. Hann hafði verið svo snar í snúningum, að hún vissi ekki fyrr en hann var horfinn af bekknum. Kötturinn virtist að vísu hlusta á músikina, en ekki af eins mikilli hrifningu og áð- ur, þegar hún var að leika lag- ið eftir Liszt. „Hvað er að?“ spurði hún. „Hvað er að Schumann? Hvers vegna ertu svona hrifinn af Liszt?“ Kötturinn starði á hana gulum augunum, og í miðju sjáaldrinu voru tvö kolsvört strik. „Það er víst bezt að ég breyti söngskránni úr því að þú ert svona hrifinn af Liszt. Eg skal spila eitt lag eftir hann fyrir þig.“ Hún reyndi að rif ja upp fyrir sér eitthvert fallegt lag; svo fór hún að leika „Der Weih- nachtsbaum". Hún fylgdist nú vel með kettinum, og það leið ekki á löngu áður en kippir komu í veiðihárinn. Kötturinn stökk niður á gólfið, gekk hægt að hljóðfærinu og hoppaði síðan upp á bekkinn og settist við hliðina á henni. JÁTVARÐUR kom rétt í þessu inn í herbergið. „Játvarður!“ hrópaði Lovísa og þaut upp. „Elsku Játvarður! Nú get ég sagt þér fréttir!“ „Hvað gengur nú á?“ sagði hann. Hann var rjóður og sveittur. — „Það er út af kettinum!“ sagði Lovísa og benti á kisu, sem sat enn á píanóbekknum. „Bíddu bara þangað til ég er búin að segja þér alla söguna!“ „Ég hélt að þú ætlaðir að fara með köttinn til lögreglunnar.“ „Hlustaðu nú á mig, Játvarð- ur! Þetta er svo afskaplega spennandi. Kötturinn er músík- alskur!u „Mér þykir þú segja fréttir.11 „Þessi köttur hefur yndi af músík, og hann skilur hana líka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.